Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 140

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 140
PrestafélagsritiÖ. Um meðferð sálmalaga. 135 draga seiminn á síðasta tóninum er mesti ósiður og smekk- leysa. En þetta viðgengst víðar en á íslandi þó smámsaman sé verið að laga það. Hingað mun þessi ósiður vera kominn frá Danmörku, og þar tíðkast hann mjög enn þá. En þetta er hættulegt, því það dregur svo mjög úr áhrifum laganna. Og þetta hvorttveggja, að láta allar nótur liggja, sem slá á aftur, og að tengja allar hendingar saman á þann hátt sem að framan er sagt, dregur allan kjarna úr mörgum sálmalög- um, sem annars eru gullfalleg. — Sumum kann nú að detta í hug, að með þessu móti muni lögin fara í mola — og að lítið sé það betra en hitt. En í því er einmitt mestur vandinn fólginn að slá a/lar nóturnar, en þó svo fallega og vel, að lögin verði ekki sundurlaus, heldur aðeins þrungnari lífi en ella. Að hitta á réttar þagnir milli hendinga er líka talsverður vandi, og verður söngnæmur maður að treysta þar á tilfinn- ingu sína. Alloftast er þögn milli hendinga mjög stutt; þögnin milli versa mun lengri. Því er auðvitað verst af öllu að tengja saman vers á sama hátt og siður er að gera með hendingar — þó það sé líka algengt. Þegar nú þetta hvorttveggja er lagfært, er næst að hugsa um hraða og styrkleik laganna. Enska sálmabókin er þannig úr garði gerð, að í hverju versi standa merki á hverjum stað, þar sem breyta á um styrkleik. Væri sjálfsagt að gera íslenzku sálmabókina á líkan hátt úr garði næst þegar hún verður gefin út. En þar þyrfti auðvitað söngfróður maður að vera með í verki. — Það hlýtur að vera öllum ljóst, að ekki eigi sami hraði og styrkleiki við alla sálma og sálmalög jafnt. Hver mundi geta hugsað sér t. d. »Vor Guð er borg« og »Alt eins og blómstrið eina« spilað og sungið á einn og sama hátt? Enginn. En hversu margir munu þeir organistar vera, sem láta þann mun koma skýrt fram? Organisti verður að kynna sér nákvæmlega hvern sálm, sem syngja á næsta messudag; ákveða því næst upp á hár hversu hratt hann ætlar að spila lagið, hvar á að spila og syngja forte, hvar piano, crescendo, diminuendo etc. Eitt versið (eða hluti úr versi) leyfir máske forte, næsta mezzoforte, þriðja piano etc. Sjálfsagt er að æfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Prestafélagsritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.