Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 148
Presiaféiagsritiö. Píslarsjónleikirnir í Oberammergau.
143
43 menn, sem nefndir voru, söngflokkurinn, með kórsöngstjór-
ann (Prologus) í miðið. Þar standa þeir, þar til þeir hafa
mælt fram og sungið inngangs-»rezitativið«. Að baki þeim
eru tjöld, er hylja aðalleiksviðið. Að Ioknum söngnum ganga
þeir hljótt og hátíðlega í burtu, og opnast þá leiksviðið sjálft:
tjöldin dregin frá. Eru á sviðinu 3 hús. Eitt í miðið og stærst.
Þar fer aðalhluti leiksins fram. Til vinstri handar, frá áhorf-
endunum séð, er hús, sem kallað er hús Pflatusar, og til
hægri handar hús æðsta prestsins. Á milli húsanna, beggja
vegna við miðhúsið, eru borgarstræti, breið göng, þaklaus.
Liggja þau í bugðum aftur eftir leiksviðinu, og sést ekki fyrir
enda þeirra, vegna bugðanna. — Vfir leiksviðshúsin þrjú blasir
himininn, grösugar fjallahlíðar og skógarbelti, við sjónum áhorf-
endanna, því að áhorfendasviðið er upphækkað. Setur þessi
útsýn alveg sérstakan blæ yfir leikina. Maður situr inni í leik-
húsi — og þó er maður úti í Guðs grænni og fagurri nátt-
úrunni, enda þarf að hafa það á tilfinningunni, að svo sé, því
að margt af sýningunni á að gerast úti.
Svo byrja leikirnir. Söngflokkurinn kemur inn. Raðar sér á
framsviðið, en tjöldin eru á bak við. Söngstjórinn (Prologus)
hvetur menn til auðmýktar. Byrjunin er svona: »Wirf zum
heiligen Staunen dich nieder, — von Gottes Fluch gebeug-
tes Geschlecht*. Svo er fögnuðinum lýst yfir því, að Guð vill
ekki dauða syndarans, — vill fyrirgefa honum. — Svo eru
tjöldin dregin frá. Og á miðsviðinu er lifandi mynd af Adam
og Evu, er þau með eplið í hendinni eru rekin út úr Para-
dís. Þar hafa píslarsjónleikirnir fengið sinn sögulega og trú-
arlegu bakgrunn. Að nokkrum augnablikum liðnum eru tjöldin
aftur dregin fyrir. Söngstjórinn mælir nú fram ávarpsorð til
áhorfendanna, Aftur dragast tjöldin frá, og lifandi mynd sést
á leiksviðinu, þar sem krossinn er tilbeðinn. Stórkostlega áhrifa-
mikið. Svo hverfur söngflokkurinn af sviðinu, eins og áður
var sagt. Tjöldin dragast frá. Leikirnir sjálfir byrja með inn-
reiðinni í Jerúsalem. Full 500 manns kemur þá fram á leik-
sviðinu. Þá rekur Jesús víxlarana og kaupmennina út úr must-
erinu. Einn af prestunum, Nathanel, reynir að æsa fólkið gegn