Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 170

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 170
Prestafélagsritiö. Erlendar bækur. 165 beru guðsþjónustu og áhrifamesta náðarmeðalið fyrir hið innra líf“ (M. Matchler). Hún er „eina algilda og alfullkomna mynd trúarjátningarinnar" (Wellhausen), „andardráttur guðrækninnar" (von der Goltz), „sál trú- rækninnar og sanni æðasláttur" (Althaus), „höfuðatriðið í allri sann-nefndri guðsdýrkun, og hjartað í öllum lifandi kristindómi" (Kahler). Svo sam- mála eru allir fræðimenn, sem um bænina hafa ritað, um það, að hún sé hjartað í öllum trúarbrögðum, að jafnvel maður eins og Ludvig Feuer- bach, sem annars gerir öll trúarbrögð að hugarburði, kannast þó við, að „insla eðli átrúnaðarins opinberist í einföldustu athöfn trúarinnar — bæninni". En þar sem bænin er hjarta og æðasláttur trúarlífsins, þá lýsi líka bænarorðin dýpstu og innstu tilfinningum guðrækinnar sálar. Því segir Adolf Monod með réttu: „Gef gaum að helgum mönnum allra tíma þar sem þeir biðjast fyrir; þar kynnist þú trú þeirra, lífi þeirra, hvötum þeirra og verkum þeirra". Og því er ekki heldur neitt jafn ágætt til að fá fróðleik af fyrir þá er rannsaka vilja trúna og trúarbrögðin sem það, að kynnast bænum manna og skoðunum á bæninni. En ekki sízt fyrir þá, sem það vilja, er bók Heilers sönn gullnáma, svo óvenjuvel sem þar er gerð grein fyrir því, hversu trúaðir menn af ýmsum þjóðum og á öllum tímum og af öllum stéttum hafa iðkað bænina. Því miður er hér ekki rúm til þess að rekja innihald þessarar ágætu bókar, enda er hún hátt á fjórða hundrað þéttprenfaðar blaðsíður (og þýzka frumritið þó talsvert fyrirferðarmeira, hér um bil 500 síður í postillu-broti og þegar prentað í 4 útgáfum á 5 árum!). En mikið væri fyrir það gefandi, að slík bók fengi lesendur meðal ís- lenzkra presta og annara, er mætur hafa á ritum um andleg efni. Til undirstrikunar þeirri ósk skal hér tilfært niðurlag bókarinnar: „Trúaðir menn og trúarbragðafræðingar eru algerlega sammála um, að bænin sé þungamiðja trúarinnar, sálin í allri guðrækni. Þessi einróma vitnisburður er skiljanlegur, þegar litið er til þess, er hér hefir verið sagt um eðli bænarinnar, að hún sé lifandi umgengni mannsins við Guð. Bænin setur manninn í beint samband við Guð, — í persónulega afstöðu til hans. Fyrir bænina verður trúin líf í Guði, samfélag við hið eilífa. An bænar er frúin fræðileg sannfæring, án bænar verður guðsdýrkunin eitt saman form, án bænar vantar hina siðferðilegu breytni alla trúarlega dýpt, án bænar verður kærleiki Guðs dumbur, án bænar verður maður- inn fjarlægur Guði og djúp staðfest milli hins endanlega og óendanlega. „Guð er á himnum, en þú á jörðu“ (Préd. 5, 1). „Vér getum ekki náð til Guðs, nema með bæninni, því að hann býr of hátt fyrir ofan oss“ (Lúther). í bæninni hefur maðurinn sig til himna, himininn sígur niður á jörðina, slæðan milli hins sýnilega og hins ósýnilega rifnar, maðurinn kemur þar fram fyrir Guð, til þess að tala við hann um frelsi sálar sinnar og hjálparráð. „Fyrir bænina sfígur hinn mikli Guð niður í litla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.