Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 174

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 174
Prestafélagsritið. Magnús Jónsson: 169 svo að ekki þurfti annað en útfylla það. Sömuieiðis sendi félagsstjórnin öllum prestum bréf um fyrirhugað lestrarfélag innan Prestafélagsins. Fremur hafa svörin komið dræmt. Þegar þetta er skrifað munu skýrslur um kirkjugarða vera komnar frá rúmlega 30 prestum, og sum mjög nýlega. Eru því ekki tök á að láta það mál ganga lengra að þessu sinni, en birtast mun í Prestafélagsritinu áskorun um að hraða þessari skýrslu- gerð, svo að nægur tími vinnist til að vinna vandlega úr þeim fyrir næsta aðalfund félagsins, 1924. Er enginn vafi á, að þetta er réttur undirbún- ingur málsins, og skýrslurnar eru mjög fróðlegar í þessu efni, en nauð- synlegt er, að þær komi frá sem allra flestum og helzt öllum. Um lestrarfélagið hafa komið fáar tillögur sem vonlegt er, því að flesta brestur reynslu í þeim efnum. En yfirleitt eru menn vondaufir um, að það lánist, að hafa eitt allsherjar lestrarfélag um land alt. Tillögur um þetta mál munu koma á aðalfundi, og helzt í þá átt, að greiða fyrir bókakaupum einstakra presta eða félaga. Félagsstjórnin tók til athugunar tillögu þá, sem fram kom á síðasta aðalfundi um það, að afla Prestafélagsritinu fastra áskrifenda um land alt. Eins og strax var bent á á fundinum, er þetta ekki mögulegt með öðru móti en því, að losa félagsmenn undan þeirri kvöð, að ábyrgjast andvirði 5 eintaka, eins og nú er, en að vel athuguðu máli sá félags- stjórnin ekki, að þetta væri óhætt vegna fjárhagsafkomu ritsins. Þá skoraði félagsstjórnin á Samband starfsmanna ríkisins að beita sér fyrir því, að nokkur rétting fengist á dýrtíðaruppbót starfsmanna ríkisins, sem nú er óbærilega lág í samanburði við dýrtíðina. Sambandið gerði tilraunir í þessa átt, en engu fékst um þokað hjá þinginu. Að tilhlutun félagsstjórnarinnar flutti formaður tvö frumvörp á Alþingi, er varða hagsmuni prestastéttarinnar. Annað frumvarpið gekk út á það, að sveitaprestar fengju greidda fulla dýrtíðaruppbót. Færði hann fyrir því góð og gild rök, bæði í ástæðum fyrir frumvarpinu og í framsögu, að sveitabúskapur presta væri þeim ekki sú tekjulind, að rétt væri að svifta þá nokkru af tekjum þeirra fyrir það, og einkum væri hann nú svo miklu lakari en hann var þegar launalögin voru sett, að þær takmarkanir, sem þá voru settar, gætu ekki átt við lengur. Málið komst í nefnd, líklega fyrir náð, en þar voru allir á móti því nema einn, og sá eini var einmitt flutningsmaðurinn sjálfur, sem átti sæti í nefndinni. Málið kom svo ekki á dagskrá aftur, enda útséð um forlög þess. Hitt frv. var leiðrétting á þeirri ósanngirni, að prestar skyldu vera prófdómarar við barnapróf án allrar borgunar, og jafnvel kosta sig á ferðunum. Fór frv. fram á það, að þeir fengju bæði dagpeninga og ferða- kostnað. Mentamálanefnd lagði með því, að prestum yrði greiddur ferða- kostnaður, og þrátt fyrir allsnarpa mótspyrnu var það samþykt og hafðist svo gegnum þingið. Var það í raun og veru hrein furða, að þessu skyldi fást framgengt, eins og annars var í slík mál tekið. Mun óhætt að segja,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Prestafélagsritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.