Eimreiðin - 01.12.1922, Page 22
278
SUÐURF0RIN
EIMREIÐIN
seinast. En maðurinn varð svo hrifinn af þeim órétti, sem eS
hafði orðið fyrir, að hann fór til allra, sem inni voru, en það
voru margir menn, og sagði þeim frá þessu, og kom þeim til
að skjóta saman handa mér þó nokkru fé, svo eg hafði nóg
til ferðarinnar, sem eftir var. Enginn þekti mig, og eg þekti
engan. Það var annars merkilegt, hve vel lá á mér í öllu
þessu basli, sem allir varla mundu hafa getað gengið út í. Eð
var altaf glaður og kátur, og viltist aldrei, þó eg færi einn
gangandi gegnum alla Belgíu. Og eg var aldrei hræddur, þé
eg væri einn á ferðinni í ókunnum löndum, sumstaðar langt fra
öllum bæjum.
Svo kom eg þá aftur til Kevelaer, og tók forstöðumaður'
inn mér fyrst fálega, en það fór skjótt af, og alt komst aftur
í sinn fyrra gang. Eg fór upp á herbergi inín, og byrjaði aftur
að lesa og rita. Eg sökti mér niður í Mystik, og ritaði margar
arkir um það, sem eg eyðilagði síðan. Nú fóru þeir annars
að verða leiðir fyrir alvöru, og fékk eg snefil af að það mundi
eiga að taka frá mér bækurnar — þetta minnir mig að ein-
hver þjónanna segði mér, svo eg fór þá til og tók úr skápn'
um það, sem eg helst þóttist þurfa, og sumt raunar óþarft-
svo sem Theatrum humanum, eftir Lycosthenes og Beyerlinrk
í fjórum foliobindum, — alt þetta iét eg undir rúmið mitt; en
einu sinni, þegar eg kom upp utan að, þá voru allar bæk-
urnar horfnar úr skápnum, og ekkert skilið eftir, nema bibh'an
og Surii Vitae Sanctorum — þetta átti eg að hugga mig uið-
en undir rúminu datt þeim ekki í hug að leita.
Eg hélt mér nú meira inni, og þrælaði á því, sem eg hafð>>
lykilinn að bókasafninu hafði eg ekki lengur. Annars var ekk'
ert talað við mig um ^conversion®1) — en einn gamlan a^'
komuklerk, æruverðan öldung, sem aldrei gat setið á sér me
»Vittigheder«, settu þeir út til að snúa mér, og hann sagð‘-
að eg gæti fengið prestvígslu og hlaupið yfir öll »lægri st’ð4;
og eg þyrfti ekkert próf að taka, en eg sló því strax upP 1
gaman, og þetta endaði svo, að hann bauð mér heim til s,n
í næsta þorp, og þar drukkum við moselvín fram á nótt.
Með tímanum settist sú hugsun altaf fast í mig, að Þe^ta
) Trúarskifti.