Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 27
eimreiðin
Allir erum við frændur.
Ættgöfugir erum við Islendingar. Allir eigum við ættir okk-
ar að rekja til írskra og norrænna fornkonunga, en því miður
eigum við einnig bófa og þjófa í frændatalinu. Kann vera, að
fnörgum þyki þetta ósennileg og kynleg ummæli, t. d. sumum
hverjum, sem hreykja sér af ættgöfginni og »daniseruðum«
ættarnöfnum frá niðurlægingartímum þjóðarinnar og skoða sig
einskonar aðalsmenn, vegna þess að þeir voru svo lánsamir
að fá þá gersemina í vöggugjöf. En ef þér eruð vantrúaður,
heiðraði lesari, þá kynnið yður íslenska ættfræði; þar munuð
þér finna sannanir fyrir orðum inínum.
Islensk ættfræði er dásamleg. Hún er þjóðleg. Ættfræðin
er sú einasta fræðigrein, sem við Islendingar stöndum fremstir
1 af öllum menningarþjóðum. Hún á sér einnig langa sögu
^eðal þjóðarinnar. Hinir löngu liðnu ritsnillingar, sem varpað
hafa ævarandi frægðarljóma yfir forníslenskar bókmentir, kunnu
að meta gildi hennar, og var ættvísi eitt hið fyrsta, sem í let-
Ur var fært hér á landi. Síðan hafa fjölmargir athugulir og
Saumgæfir safnarar og fræðimenn unnið í þeim aldingarði utn
meira en 6 alda skeið. Sökum þessa er íslensk ættfræði svo
auðug að fróðleik og áreiðanleg, að ekki mun of djúpt tekið
1 árinni að fullyrða, að ættir hvers núlifandi einstaklings þjóð-
armnar megi rekja samkvæmt sannsögulegum heimildum fram
| fomeskju. Einnig sýnir hún svart á hvítu, að íslenska þjóð-
ln er í raun og veru einn ættbálkur, og frændsemi mun ætíð
finnanleg millum allra íslenskra manna, er nú lifa.
Prófessor Guðmundur Finnbogason hefir hitt naglann á höf-
nðið, er hann segir í ritgerð sinni »Mannkynbætur«, að ís-
lendingar »ættu að verða og gætu orðið sú þjóðin, er leggur
víðtækastan og traustastan grundvöll undir ættgengisrannsóknir
framtíðarinnar«. Því að ekki er það efa bundið, að á ættfræðis-
iegum grundvelli geta engir unnið því málefni slíkt gagn
sem þeir, en hvort við erum trúaðir á erfðaeiginleika eða
ehhi, þá býst eg við, að mörgum kunni að þykja gaman að