Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Page 40

Eimreiðin - 01.12.1922, Page 40
296 KENNARI KEMUR TIL S0GUNNAR eimreiðiN hljótt, að hver mátti heyra sinn andardrátt. Þegar hann hafði talað stundarkorn varð eg að fara út til að svala mér. Úti á túni niætti eg öðrum pilti og þekkti hann ekki. En eg tók hann og faðmaði að mér. Eg man að eg sagði: »Héðan vildi eg ekki fara aftur, þó að Gautsdalsprestssetrið væri í boði«- »Og ekki eg heldur«, sagði hann, »þó að mér væri gefið til þess Hringabæjarprestssetrið«. Við skildum hvor annan, tók- umst í hendur og leiddumst inn aftur. Allir fengum við mætur á ]anson. Hann var þarna innan um okkur eins og ljóss-engill, og talaði þetta yndislega Vestur- landsmál með þeim silfur-hljóm í röddinni, að við urðum hug- fangnir af. Svo kendi hann okkur að skrifa, og opnaði eyru okkar fyrir skýru og fögru máli. Og það var auðvelt eins og að drekka. Þeir bestu af okkur gátu alveg hermt eftir honum í vetrarlokin. Fyrstu leiðbeininguna og hjálpina, sem Janson gaf mér þarna, hana man eg honum meðan eg lifi. Sú hjálp var dýrmæt á þeim dögum. Og enginn rnaður í öllum Guð- brandsdölum hefði verið niaður til að veita þá hjálp, hefði ekki Janson verið. Það var dásamleg æfi, sem við áttum þarna: Sól og sumar allan veturinn út; alt af eitthvað skemtilegt; nýr fögnuður á hverjum degi. Við fengum jafnvel að leika sjónleiki. Og gamla konan sjálf, móðir skólastjóra, var með okkur í því, leiðbeindi okkur, bjó okkur út, færði okkur í. En Kristófer sjálfur, þessi alvörumaður, hló þá svo dátt, að það sást ofan í kok á hon- um. Eg fékk að leika Þorgrím á þönurn o. fl. Síðast lék eg sýslumanninn í Móum, og það varð eg nú að gera lengur en mig langaði til; eg bar nafn hans það sem eftir var vetrarins. Annar piltur lítill og pervisalegur var látinn leika stúlkur og klæddur í hvern stelpubúninginn eftir annan. Við vorum milli 60 og 70 talsins, skólapiltarnir á Seli» þennan vetur, flestallir ótamdir sveitastrákar. En það var undravert, hvað skólalífið og samveran gerði okkur frjálsles3 °g upplitsbratta, og hvernig skólinn gat náð tökum á öllu því skársta sem til var í okkur. Eg fékk traust á sjálfum mér og var nú hvergi smeykur um framtíðina. Mér fanst eg vera einn af þeim snjöllustu að koma fyrir mig orði. Og þegar eg val einn, var eg til með að halda hrókaræður. Eg hugsaði Ií!<a
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.