Eimreiðin - 01.12.1922, Qupperneq 40
296 KENNARI KEMUR TIL S0GUNNAR eimreiðiN
hljótt, að hver mátti heyra sinn andardrátt. Þegar hann hafði
talað stundarkorn varð eg að fara út til að svala mér. Úti á
túni niætti eg öðrum pilti og þekkti hann ekki. En eg tók
hann og faðmaði að mér. Eg man að eg sagði: »Héðan vildi
eg ekki fara aftur, þó að Gautsdalsprestssetrið væri í boði«-
»Og ekki eg heldur«, sagði hann, »þó að mér væri gefið til
þess Hringabæjarprestssetrið«. Við skildum hvor annan, tók-
umst í hendur og leiddumst inn aftur.
Allir fengum við mætur á ]anson. Hann var þarna innan
um okkur eins og ljóss-engill, og talaði þetta yndislega Vestur-
landsmál með þeim silfur-hljóm í röddinni, að við urðum hug-
fangnir af. Svo kendi hann okkur að skrifa, og opnaði eyru
okkar fyrir skýru og fögru máli. Og það var auðvelt eins og
að drekka. Þeir bestu af okkur gátu alveg hermt eftir honum
í vetrarlokin. Fyrstu leiðbeininguna og hjálpina, sem Janson
gaf mér þarna, hana man eg honum meðan eg lifi. Sú hjálp
var dýrmæt á þeim dögum. Og enginn rnaður í öllum Guð-
brandsdölum hefði verið niaður til að veita þá hjálp, hefði
ekki Janson verið.
Það var dásamleg æfi, sem við áttum þarna: Sól og sumar
allan veturinn út; alt af eitthvað skemtilegt; nýr fögnuður á
hverjum degi. Við fengum jafnvel að leika sjónleiki. Og gamla
konan sjálf, móðir skólastjóra, var með okkur í því, leiðbeindi
okkur, bjó okkur út, færði okkur í. En Kristófer sjálfur, þessi
alvörumaður, hló þá svo dátt, að það sást ofan í kok á hon-
um. Eg fékk að leika Þorgrím á þönurn o. fl. Síðast lék eg
sýslumanninn í Móum, og það varð eg nú að gera lengur en
mig langaði til; eg bar nafn hans það sem eftir var vetrarins.
Annar piltur lítill og pervisalegur var látinn leika stúlkur
og klæddur í hvern stelpubúninginn eftir annan.
Við vorum milli 60 og 70 talsins, skólapiltarnir á Seli»
þennan vetur, flestallir ótamdir sveitastrákar. En það var
undravert, hvað skólalífið og samveran gerði okkur frjálsles3
°g upplitsbratta, og hvernig skólinn gat náð tökum á öllu því
skársta sem til var í okkur. Eg fékk traust á sjálfum mér og
var nú hvergi smeykur um framtíðina. Mér fanst eg vera einn
af þeim snjöllustu að koma fyrir mig orði. Og þegar eg val
einn, var eg til með að halda hrókaræður. Eg hugsaði Ií!<a