Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Side 44

Eimreiðin - 01.12.1922, Side 44
302 KENNARI KEMUR TIL S0GUNNAR eimreiðin mínum. Eg varð að hlaupa. Nú sá eg loksins aftur heiðan himin — ef til vil! í fyrsta sinni frá því eg var barn að aldri. Eg hljóp út í skóg, og þar batt eg aftur böndin við guð. Eg hafði verið fjarri honum svo langa lengi, en hann hafði aldrei haft augun af mér. Þá varð eg svo hugrakkur og svo mikill maður, að eg skrifaði heim og bað um fyrirgefning á því, hve illur eg hafði verið og óþægur pabba og mömmu. Mamma hafði grátið af gleði þegar hún las það bréf — þó að það væri skrifað á »hrognamálinu hans ]ansonar«, sem þau kölluðu svo. Og pabbi hafði sagt: »Ef Kristófer Brún gerir mann úr stráknum þeim, þá er skólinn hans að gagni, hvað svo sem um hann er sagt«. Upp frá þessu skildi eg Kristófer, því að eg sá það sem hann sagði. Síðar um veturinn komu við og við að mér þung- lyndisköst og stundum léttúðarköst. Það var ekki við öðru að búast af mér, öðru eins beggja handa járni og eg var. En Kristófer hjálpaði mér. Eg mátti koma inn til hans hvenær sem eg vildi. Og hann leiddi mig til guðs. Þegar sál mín var sjúk, gerði hann mig stæltan. Hann átti engan sinn líka. Hann er sá göfugasti og hreinasti maður sem eg hefi þekt, mjúkur og þíður sem móðir, en svo skýr og ljós sem heiðblár him- inn. Eg taldi hann hiklaust besta mann, sem eg hafði heyrt getið um. Og þegar mig síðar fór ofurlítið að ráma í það- hver maður ]esús Kristur var, þá fanst mér enginn maður vera honum eins líkur og Kristófer Brún. Þið hefðuð átt að heyra hann tala um »föðurlandið« oð þesskonar efni. Þarna brendi hann hugsjónir sínar inn í sálir okkar. Skólastofan þandist út; við sáum hafið blátt í fjarska og fundum saltbragðið á tungunni. Og í öllu sem hann sagð* var einhver karlmenska og ró, sem náði tökum á okkur. Við vor- um hugfangnir. Hann var lítill fyrir rnanni að sjá, en að sjá hann, þegar hann stóð á ræðupallinum, snöggur í hreyfingum, með leiftur í arnhvössum augunum, og talaði með þeim hita og þvl afli, að æðarnar þrútnuðu á enni hans — hvort sern hann var að tala um Leónidas í Laugarskarði, eða Ólaf Tryggvas°n við Svoldur, — þá sáum við, að þarna var maður, og Þa^ aðalsmaður, þá sýndist okkur hann mikill vexti, og hann gagn'
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.