Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 44
302
KENNARI KEMUR TIL S0GUNNAR
eimreiðin
mínum. Eg varð að hlaupa. Nú sá eg loksins aftur heiðan
himin — ef til vil! í fyrsta sinni frá því eg var barn að aldri.
Eg hljóp út í skóg, og þar batt eg aftur böndin við guð. Eg
hafði verið fjarri honum svo langa lengi, en hann hafði aldrei
haft augun af mér.
Þá varð eg svo hugrakkur og svo mikill maður, að eg
skrifaði heim og bað um fyrirgefning á því, hve illur eg hafði
verið og óþægur pabba og mömmu. Mamma hafði grátið af
gleði þegar hún las það bréf — þó að það væri skrifað á
»hrognamálinu hans ]ansonar«, sem þau kölluðu svo. Og
pabbi hafði sagt: »Ef Kristófer Brún gerir mann úr stráknum
þeim, þá er skólinn hans að gagni, hvað svo sem um hann
er sagt«.
Upp frá þessu skildi eg Kristófer, því að eg sá það sem
hann sagði. Síðar um veturinn komu við og við að mér þung-
lyndisköst og stundum léttúðarköst. Það var ekki við öðru að
búast af mér, öðru eins beggja handa járni og eg var. En
Kristófer hjálpaði mér. Eg mátti koma inn til hans hvenær
sem eg vildi. Og hann leiddi mig til guðs. Þegar sál mín var
sjúk, gerði hann mig stæltan. Hann átti engan sinn líka. Hann
er sá göfugasti og hreinasti maður sem eg hefi þekt, mjúkur
og þíður sem móðir, en svo skýr og ljós sem heiðblár him-
inn. Eg taldi hann hiklaust besta mann, sem eg hafði heyrt
getið um. Og þegar mig síðar fór ofurlítið að ráma í það-
hver maður ]esús Kristur var, þá fanst mér enginn maður
vera honum eins líkur og Kristófer Brún.
Þið hefðuð átt að heyra hann tala um »föðurlandið« oð
þesskonar efni. Þarna brendi hann hugsjónir sínar inn í sálir
okkar. Skólastofan þandist út; við sáum hafið blátt í fjarska
og fundum saltbragðið á tungunni. Og í öllu sem hann sagð*
var einhver karlmenska og ró, sem náði tökum á okkur. Við vor-
um hugfangnir. Hann var lítill fyrir rnanni að sjá, en að sjá hann,
þegar hann stóð á ræðupallinum, snöggur í hreyfingum, með
leiftur í arnhvössum augunum, og talaði með þeim hita og þvl
afli, að æðarnar þrútnuðu á enni hans — hvort sern hann
var að tala um Leónidas í Laugarskarði, eða Ólaf Tryggvas°n
við Svoldur, — þá sáum við, að þarna var maður, og Þa^
aðalsmaður, þá sýndist okkur hann mikill vexti, og hann gagn'