Eimreiðin - 01.12.1922, Page 61
ElMRElÐIN
SÆMUNUDR FRÓÐI
317
ritverk frá hans hendi, svo að vér föllum fram fyrir því í
lotningu.
Sæmundur hefir ritað að minsta kosti eina bók, en henni
mun hafa hlekst á fremur snemma á öldum, enda er frægð
hans með öðrum hætti en þeim, sem frá því sagnariti mundi
^afa stafað.
Þá hefir Sæmundur einnig verið orðaður við annað rit-
verk, og það bók, sem að vísu er eitt hið ágætasta í bók-
■nenta-arfi vorum, og væri ærið til þess að forða höfundi
sínum frá gleymsku og jafnvel hefja til konungdóms um langan
aldur, en það er ljóða-Edda eða eldri Edda, sem hefir borið
nafnið Sæmundar Edda frá dögum Brynjólfs biskups, eða Edda
Sæmundar fróða í líkingu við Snorra Eddu, eða Eddu Snorra
Stur.lusonar. En nú segja fróðir menn, og má hafa fyrir satt,
að Sæmundur fróði sé ekki höfundur þessara ljóða og geti
ekki verið það, og engar líkur séu yfirleitt fyrir því að Sæ-
•nundur hafi nokkur afskifti haft af þessari svo kölluðu Eddu
á einn hátt eða annan.
En nú er því svo farið, að menn verða stundum bæði fyrir
'llu og góðu, án þess að eiga það skilið. Og mætti þá ætla,
að Sæmundur hafi hlotið þessa frægð sína óverðskuldað fyrir
hltæki Brynjólfs biskups, að bendla nafn hans við kvæðin. Því
shal ekki neitað, að það sé mögulegt, að frægð Sæmundar
hafi aukist enn meir, og nafn hans borist enn víðar fyrir
Þossar sakir, en frægð hans á með engu móti rætur sínar í
þessu atviki. Það eitt út af fyrir sig, að Brynjólfur biskup
velur nafn Sæmundar, þegar hann vill koma kvæðunum í
samband við einhvern höfuðvitring fornaldarinnar, er ærið nóg
sonnun fyrir því, að frægð hans er eldri en þetta atvik. Hið
sama verður og uppi á teningnum, ef vér hugsum oss, að
rVnjólfur biskup hafi ekki tekið þetta upp hjá sjálfum sér,
® dur farið eftir eldri sögusögnum um það, að Sæmundur
oði væri við riðinn Eddukvæðin. Þær sögusagnir væru þá
®°nnun þess, að Sæmundur var svo ákaflega frægur og ágætur
f lasrdómi sínum og listum, að hann dró að sér ósjálfrátt
1 besta, sem til var frá fornöldinni og ekki var kunnur að
0 undurinn. Ber því jafnan að sama brunni, að hvort sem
rVn]ólfur biskup hefir tekið það upp hjá sjálfum sér, eða