Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 62
318
SÆMUNDUR FROÐI
eimreiðin
farið eftir eldri frásögnum, er hann valdi ljóðasafni þessu nafn,
þá verður Sæmundur að hafa verið ákaflega frægur maður,
áður en þessu nýja hlassi var á hann hlaðið. Ella hefði það
aldrei á honum lent.
Sæmundur fróði er frægur aðeins fyrir það, að hann er
frægur. Vér vitum ekkert um hann sögulega, er komist ná-
lægt því að réttlæta frægð hans. Vér vitum, að hann var ætt-
stór maður og afar lærður og höfðingi. En það er ekki nóg-
Það sama má segja um ýmsa, sem löngu eru gleymdir, nema
lærðum mönnum. Það þarf eitthvað meira til þess, að öll al-
þýða manna þekki manninn eftir 800 ár og kunni af honum
hóp af sögum.
En alt, sem af Sæmundi er sagt, er í frægðarátt. Ef vitnað
er í hann, þá þarf ekki að færa fleiri rök fyrir því máli. Ef
hann hefir haft hönd í bagga með um eitthvert verk, þá er
þar næg trygging fyrir því, að þar sé vel unnið starf og verði
ekki um bætt. »Svo sagði Sæmundur fróði«, það orð batt enda
á alla misklíð. Innan um alt þetta dálæti finst oss einkenni-
legt, að enginn skyldi taka sig til og rita sögu Sæmundar,
eða eitthvað um hann. En því er ekki að heilsa. Það er eins
og sagan sé að gera leik að því, að gera Sæmund frægan,
hvað sem hver segir, og án þess að virða nokkurn svars við
þeirri spurningu, hvað það eiginlega sé, sem svo mjög er
gumað af. f því efni verðum vér að láta oss nægja það, sem
um hann má tína saman úr aukasetningum og afkimum, þar
sem verið er að segja frá einhverju öðru.
En þó að sagt sé, að Sæmundur sé svo stórfrægur orðinn
án þess að hægt sé að benda á hjá honum þær venjulegu
leiðir til frægðar, þá má ekki skilja það svo, að hann hafi
verið neinn hversdagsmaður í þessum efnum. Það er aðeins
sfærð og víðtæki frægðarinnar, sem er óskiljanleg um mann,
sem vér þekkjum jafn nauðalítið. Það er reyndar svo um
fleiri fornmenn, að sögurnar guma af þeim án þess að fræða
oss um þá frekar. Þetta sýnist ekki hafa verið alveg óalgengt,
að ganga út frá því, að einhver maður hafi verið afbragð
annara að höfðingsskap eða vitsmunum, og þegjandi sam-
komulag að tala jafnan svo um þá, en segja svo ekkert meira-
Það er ekki hægt að neita því, að slíkt ágætisorð er betuf