Eimreiðin - 01.12.1922, Page 75
eimreiðin
SÆMUNDUR FRÓÐI
331
um góðum jafnöldrum sínum aflur í fornöldinni. Hans hlut-
verk var ekki annað en að verða fræ það, sem undratréð
spratt upp af.
Magnús Jónsson.
*
I dómkirkjunni í Lundi.
Eftir Arnór Sigurjónsson.
Dagurinn í dag er sem eg hafi lifað heilt líf. Eg hef verið
> Lundi í dag.1)
Auðvitað var það dómkirkjan, sem eg ætlaði að skoða fyrst
°9 fremst. Og þangað tók eg líka stefnuna. En hún var lokuð
bangað til seinna um daginn. Eg lét mér því í bráðina nægja
a<5 virða hana fyrir mér að utan. Kirkjan er bygð úr gráu
forngrýti (granit) í þungum rómverskum stíl. Tignarsvipur henn-
ar er fólginn í festu stílsins og styrkleik. Hún bendir ekki eins
M himins og Uppsalakirkja, sem er í gotneskum stíl; hún er
fastar bundin jörðunni. En hún er líka traustlegri á svip. Dáð-
ar kirkjurnar eru ímynd fólksins, sem hefir reist þær. Skán-
verjinn er jarðbundinn og fastur fyrir, Uppsvíinn er »himla-
sforniande«, hugsar hátt og stórt.
Meðan eg beið eftir því, að kirkjan væri opnuð, skoðaði eg
f>áskólabygginguna, bókhlöðuna og fornmenjasafnið (»kulturen«).
Eg mintist dvalarinnar í Uppsölum og átti erfitt með að kom-
as* í hrifningu hér. Eg hafði það á tilfinningunni, að þetta
væri útvirki sænskrar hámenningar, þar sem Uppsalir væru
höfuðvirkið. Mesta athygli veitti eg höggmynd, sem háskólan-
Urt> hafði verið gefin á 200 ára hátíð hans. Hún var af manni,
sem var að brjótast fram úr grárri forngrýtisklöpp. Höfuðið
°9 brjóstið var frjálsast. Hægri höndin með kreptum hnefa
Var komin fram úr steininum, og upphandlegginn mátti sjá,
21.
>) Petta er upphaflega skrifað I dagbóh mína á leið yfir Eyrarsund
febr. 1920.