Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 78
334
í DÓMKIRK]UNNI í LUNDI
ElMREiÐIN
Framþróun! Það hafa vísindi og viska nútímans viljað gefa
í staðinn fyrir þig, ó guð. En hvað er framþróun án þín ?
Orari efnabreytingar og aflskifti. Hvassari klær á sterkasta
rándýrinu. Rauðari og sætari ávextir ti! að tryggja æxlun
plantnanna. Meiri leikni mannsheilans til að stjórna dauðum
vélum og draga sig á tálar. Auknir möguleikar til að uppfylla
jörðina og verða svo að mold og ösku. Og er framþróunar-
kenningin heldur svo rökstudd, að henni verði treyst? Eru
ekki alt eins miklar eða meiri líkur til, að spekingar Forn-
grikkja hafi séð lengra og betur, þegar þeir kendu um stöð-
uga hringrás alls í heiminum? Sjáum við ekki, hvernig gufan,
sem stígur frá hafinu, hverfur til hafsins aftur í stöðugri end-
urtekinni hringrás? Sjá ekki vísindamennirnir, hvernig sólkerf-
in sundrast í stjörnuþokur, sem safna sér svo aftur í ný kerfi?
Trúir nokkur vísindamaður í alvöru, að mannkynið verði eilíft
á þessari jörð eða jörðin eilíf? Og hvað er þá um alla fratn-
þróun ?
Er það hugsanlegt, að það, sem gerir lífið þess vert að Hfa>
sé tál og lygi? Og er hugsanlegt, að mannkynið hafi lifað a
slíku kynslóð eftir kynslóð og geti það enn? Eru það þe>r
einir, sem geta skoðað lífið ofan af jökulbreiðu kaldrar hugs-
unar, sem geta fundið sannleik þess? Getum við ekki treyst
þeim sannleik, sem við þykjumst finna, þegar sál okkar svellui-
og breiðir úr sér eins og stórt blóm á vormorgni, eða þegar
hún er eins og elfur í vorleysingu, sem breiðir sig yfir eyr*
arnar og engin beggja megin við farveginn? Þegar við kom-
um úr dimmum hellinum upp í sólskinið, sjáum skrúð blóm-
anna og blá fjöllin í fjarska og finnum gróðurilminn, eigum
við þá að trúa, að veröldin sé eins og hún horfði við okkur
niðri í fúlum hellinum? Eða eigum við að trúa því, að anS'
andi blóm og leiftrandi auga eigi í raun og veru ekkert ant1'
að eðli en kaldur og rakur steinninn?
Ef ekkert annað ræður tilverunni en öfl og lög, hví þá
sækjast eftir þroska, sem þá er aðeins hégómans hégómi -
Hví þá að berjast fyrir því, sem við höldum að sé gott? f5V1
að hver verður sigur þess góða, ef enginn guð er til og enð
in sál — hvorki einstök sál eða alheimssál? Og þó spyr eS’