Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 83
EIMREIÐIN
Viskukennarinn.
Eftir Oscar Wilde.
Frá bernsku hafði hann líkst þeim, sem kann hina fylstu
grein á guði, og auk heldur meðan hann var barn að aldri
höfðu margir helgir menn og eins nokkrar helgar konur, sem
heima áttu í ættborg hans, fylst mikilli undrun yfir hinni al-
varlegu visku er fólst í svörum hans.
Og þegar foreldrar hans höfðu fengið honum yfirhöfn og
hring hins fullvaxta manns, kysti hann þau og yfirgaf þau og
hélt út í heiminn svo að hann gæti talað um guð við alla.
Því á þeim tímum voru margir sem annaðhvort þektu ekki
til guðs eða vissu mjög lítil deili á honum og dýrkuðu afguði
er heima áttu í trjálundum og hirtu alls ekki um dýrkendur
sína.
Og hann horfði til sólarinnar og ferðaðist, gekk berfættur,
ilskóalaus, eins og hann hafði séð hina helgu menn gera, og
við belti sitt bar hann leðurskreppu og litla flösku af brend-
utn leir.
Og hann gekk þjóðveginn, fullur fagnaðar, sem stafar frá
hinni algervu þekkingu á guði. Og hann lofaði guð án afláts.
~~ Og loks kom hann í ókunnugt land, sem í var fjöldi borga.
Og hann kom í ellefu borgir, og voru sumar þessara
borga í dölum og aðrar á bökkum mikilla fljóta, og enn
aðrar á hálsum. Og í hverri borg bættist honum lærisveinn,
sem elskaði hann og slóst í för með honum, og einnig fylgdi
honum mikill mannfjöldi út af hverri borg, og þekkingin á
9uði breiddist út um gervalt landið. Og margir þeir, sem
mannaforráð höfðu, snerust til trúar, og prestarnir í hofunum,
Þar sem goðin voru, fundu að tekjur þeirra voru orðnar hálfu
ttiinni. Og er þeir börðu bumbur sínar á hádegi komu engir
eða sárfáir til þeirra með páfugla og sláturfórnir, sem lands-
siður hafði verið áður en hann kom til.
En því meir sem lýðurinn hneigðist til hans, og því meir
se»i lærisveinum hans fjölgaði — því hryggari varð hann.