Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 87
eimreiðin
VISKUKENNARINN
343
unga þrjá daga á leið hans og lagði að honum, að hann
sneri við og færi ekki inn í borg hinna sjö synda.
Og við og við leit ræninginn um öxl til einsetumannsins,
hrópaði til hans og mælti: »Vilt þú gefa mér þessa þekking
á guði, sem er dýrmætari en perlur og purpuri? Ef þú gefur
mér hana, mun eg ekki ganga í borgina«. Og einsetumaður-
inn svaraði jafnan: »Alla hluti, sem eg á, gef eg þér, nema
þennan eina, því þann hlut er mér ekki leyfilegt að láta«. Og
að kvöldi hins þriðja dags nálguðust þeir hin miklu rauðu hlið
borgar hinna sjö synda. Og heyrðist frá borginni ómur af
miklum hlátri.
Og ræninginn ungi hló við, og vildi knýja á hliðið. Og í
því hljóp einsetumaðurinn til hans og greip fald klæða hans
og mælti: »Breiddu út hendur þínar og legðu armleggi þína
um háls mér og eyra þitt þétt að vörum mínum. Og eg mun
gefa þér það, sem eg á eftir af þekking minni á guði«.
Og er einsetumaðurinn hafði gefið burtu þekking sína á
guði, féll hann til jarðar og grét. Og mikið myrkur fól ræn-
ingjann og borgina sjónum hans, og hann sá hvorugt framar.
Og er hann lá þarna grátandi, varð hann þess var, að ein-
hver stóð hjá honum. Og sá, sem hjá honum stóð, hafði fætur
af eir, og hár, sem var líkt smágerðri ull. Og hann reisti á
fætur einsetumanninn og mælti til hans: »Alt að þessu áttir
þú hina fullkomnu þekking á guði. En héðan í frá skalt þú
eiga hinn fullkomna kærleika guðs. Hví grætur þú?«
Þ. J. þýddi.
Dr. Louis Westenra Sambon.
Goethe segir á einum stað í æfisögu sinni, að þeir, sem
leggi stund á læknisfræði, hafi að jafnaði meiri áhuga á fræði-
Sfein sinni en títt sé um aðra menn. »Þetta er eðlilegt«, segir
hann, »viðfangsefni þeirra eru hvorttveggja í senn, hin áþreif-
ar>legustu og hin æðstu, hin einföldustu og hin flóknustu.