Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 87

Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 87
eimreiðin VISKUKENNARINN 343 unga þrjá daga á leið hans og lagði að honum, að hann sneri við og færi ekki inn í borg hinna sjö synda. Og við og við leit ræninginn um öxl til einsetumannsins, hrópaði til hans og mælti: »Vilt þú gefa mér þessa þekking á guði, sem er dýrmætari en perlur og purpuri? Ef þú gefur mér hana, mun eg ekki ganga í borgina«. Og einsetumaður- inn svaraði jafnan: »Alla hluti, sem eg á, gef eg þér, nema þennan eina, því þann hlut er mér ekki leyfilegt að láta«. Og að kvöldi hins þriðja dags nálguðust þeir hin miklu rauðu hlið borgar hinna sjö synda. Og heyrðist frá borginni ómur af miklum hlátri. Og ræninginn ungi hló við, og vildi knýja á hliðið. Og í því hljóp einsetumaðurinn til hans og greip fald klæða hans og mælti: »Breiddu út hendur þínar og legðu armleggi þína um háls mér og eyra þitt þétt að vörum mínum. Og eg mun gefa þér það, sem eg á eftir af þekking minni á guði«. Og er einsetumaðurinn hafði gefið burtu þekking sína á guði, féll hann til jarðar og grét. Og mikið myrkur fól ræn- ingjann og borgina sjónum hans, og hann sá hvorugt framar. Og er hann lá þarna grátandi, varð hann þess var, að ein- hver stóð hjá honum. Og sá, sem hjá honum stóð, hafði fætur af eir, og hár, sem var líkt smágerðri ull. Og hann reisti á fætur einsetumanninn og mælti til hans: »Alt að þessu áttir þú hina fullkomnu þekking á guði. En héðan í frá skalt þú eiga hinn fullkomna kærleika guðs. Hví grætur þú?« Þ. J. þýddi. Dr. Louis Westenra Sambon. Goethe segir á einum stað í æfisögu sinni, að þeir, sem leggi stund á læknisfræði, hafi að jafnaði meiri áhuga á fræði- Sfein sinni en títt sé um aðra menn. »Þetta er eðlilegt«, segir hann, »viðfangsefni þeirra eru hvorttveggja í senn, hin áþreif- ar>legustu og hin æðstu, hin einföldustu og hin flóknustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.