Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 115
EIMRIEÐIN
TÍMAVÉLIN
371
áhugi mannanna beitir sér á öðru sviði, kemur fram í ástum
og listum, dofnar svo og deyr.
Ahuginn á listum dofnar smám sarnan, og á þessum ííma
var hann að hverfa. Það eina, sem eftir var af honum kom
fram í því, að þeir skreyttu sig með blómum, dönsuðu og
sungu í sólskininu. En einnig þessar leifar hlutu að hverfa,
og alt að enda í fullkomnu iðjuleysi. Okkur er haldið beittum
á hverfisteini þjáninga og erfiðleika, og nú var þessi óvinsæli
hverfisteinn loksins brotinn!
Þegar eg sat þarna í rökkrinu þóttist eg hafa með þessari
einföldu skýringu gert grein fyrir allri tilveru og lífsháttum
þessara litlu og fríðu manna. Ef til vill hafði það lánast full-
vel fyrir þeim, að koma í veg fyrir ofmikla fólksfjölgun, og af
því stafaði það, hve mikið var af hallarrústum, sem enginn bjó
í. — Alt var þetta svo dásamlega einfalt og ljóst — eins og
flestar rangar hugsmíðar eru!
VII. REIÐARSLAGIÐ.
Eg stóð þarna og velti þessu í huga mér, hvernig maður-
inn hafði orðið of sigursæll í baráttunni. Máninn, gulur og
gugginn, gægðist nú upp úr silfurskrautinu í norð-austrinu.
Fólkið litla var nú horfið af sjónarsviðinu, náttugla flaksaðist
fram hjá og mér varð hroll kalt í nætursvalanum. Eg ásetti
mér að halda »heim« á leið og leita mér næturstaðar.
Eg svipaðist um eftir húsinu, sem mér var kunnast. Eg
rendi augum yfir sfinxinn stóra, og augun staðnæmdust við
fótstallinn. Hann sást óglögt í hálfrökkrinu og villuljósinu frá
funglinu. Eg sá birkigreinarnar, sem teigðu sig upp eftir hon-
um, og þarna voru runnarnir, sem skygðu að nokkru leyti á
Srasflötina, þar sem eg hafði lent. Mér varð litið á grasflötina
aftur. Mér brá kynlega. »Nei«, sagði eg ákafur við sjálfan
uug, »þetta er ekki sú grasflöt«.
En það var nú samt sú grasflöt. Andlitið á sfinxinum sneri
einmitt í þá átt, svo það var ekki um að villast. Og hvernig
haldið þið að mér hafi orðið við, þegar eg hafði gengið úr
skugga um þetta? Þið getið alls ekki ímyndað ykkur það. —
Tímavélin var horfin!