Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Page 118

Eimreiðin - 01.12.1922, Page 118
EIMREIÐIN Ritsjá. Avne Möller: HALLQRÍMUR PÉTURSSONS PASSIONSSALMER. En Studie over islandsk Salmedigtning fra det 16. og 17. Aarh. Kbli. MDCCCCXII. Þó að bók þessi sé rituð á dönsku, má þó að ýmsu leyti telja hana og tala um hana með íslenskum bókum. Hún er rituð af góðum vini Islands um það efni, sem Islendingum hefir lengi þótt svo vænt um, að ekki verður annað talið hafa komist þar feti framar. Þess hefir verið getið í umsögnum um þessa bók, að hér væri að gerast sá merkisviðburður, að doktorsritgerð er samin um íslenskt bók- mentasöguverkefni frá síðari öldum, og er það satt. En það, sem mér kom fyrst í hug, er ég sá þessa bók, var það, að það væri nú annars undarlegt, að ekki skyldi fyrir löngu vera búið að skrifa doktorsritgerð um Passíusálmana. Engin bók hefir verið „rannsökuð" jafnmikið á Is- landi og Passíusálmarnir. Menn hafa drukkið í sig fegurð þeirra, vísdóm og lífsspeki, dáð þá og dýrkað. Og þegar þeir hafa ekki komist lengra, hafa menn snúið sér við og tæmt hvern einasta möguleika, sem þeir gefa til útúrsnúninga — alt af tómri ást á bókinni. En engum hefir dottið í hug að semja um þá doktorsritgerð, fyrri en þessi danski prestur færist þetta í fang. Glögt er gests augað. Bók þessi er allmikið verk, 212 blaðsíður afarþétt prentaðar. Byrjar höf. á því að segja nokkuð frá evangeliska sálmakveðskapnum hér á landi á undan Hallgrími. Er fyrst með örfáum orðurn drepið á tilraunir þeirra biskupanna Ólafs Hjaltasonar, Marteins Einarssonar og Gísla ]ónssonar, og reynt að færa fram málsbætur gegn allómildum dómum um skáldskap þennan. Verður því ekki neitað, að freistandi er að segja um þessa sálma eins og í þjóðsögunni: „Þetta er ekki kveðskapur, Kolbeinn", en á hinn bóginn eru málsbætur höf. Iaukrétfar. Þá er sagt frá Guöbrandi biskup* og bókum þeim, sem hann annaðist, sálmabókinni 1589 og vísnabókinni 1612, og í því sambandi minst þeirra síra Ólafs Guðmundssonar og síra Einars Sigurðssonar, sem höf. telur þann besta í sinni röð. Þá segir hann nokkuð frá skáldskap þeirra síra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts og síra Sigurðar Jónssonar á Presthólum. Telur hann síra Jón til eldri stefnunn- ar, og gerir ekki sérlega mikið úr honum, en síra Sigurð telur hann merkilegan, og nokkurskonar fyrirrennara nýs tíma, sem snýr frá saltara- dýrkun og biblíurímnastefnu til íhugunar pínu Krisls, og bendir með því fram á leið til þeirrar bókar, sem hér er aðalverkefnið, Passíusálma Hallgríms. Þó að höf. hafi þennan inngangskafla, sé eg ekki, að hann sé með þv' að gefa í skyn, að Hallgrímur hafi orðið fyrir áhrifum af kveðskap þess-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.