Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 120

Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 120
376 RITSJA EIMREIÐIN Loks er síðast kafli alment um Passíusálmana, lýsing á þeim og snild þeirra og hversu þeir hafi vinsælir orðið með réttu. Er kafli þessi mjög fagurlega ritaður, en auðvitað langtum styttri en svo, að slíkt efni sé tæmt- I raun réttri hefði doktorsritgerð þessi átt að heita „Om Kilderne til H. P.sons Passionssalmer" eða eitthvað slíkt, því að bókin, eða megin- partur hennar, er um það efni, og frá því er mjög ítarlega og vandlega gengið. Þó er það eitt atriði, sem látið er með öllu ósvarað, og það er um áhrif fornaldarbókmentanna á Passíusálmana og höfund þeirra. En Passíusálmarnir yfirleitt eru langt ofviða einni doktorsritgerð. Það mættr víst skrifa um þá margar doktorsritgerðir. Hugsum oss t. d. áhrif Passíu- sálmanna og alt, sem um það efni mætti segja, o. fl. Islendingar mega vera dr. Arne Möller þakklátir fyrir þetta verk og þykja vœnt um, að hann hlaut doktorsheiður fyrir bókina. En þeir mega líka fyrirverða sig fyrir það, hve lítið þeir hafa sjálfir ritað um Hallgrím og Passíusálmana, og reyndar fleira frá þeim tímum. Ætti bók þessi að opna augu manna fyrir möguleikunum og þörfinni á rannsóknum á svo> mörgu og merkilegu í bókmentum vorum frá síðari öldunum. Bókin er hin prýðilegasta, og mynd af Hallgrími á kápunni. /VI. J. ÍSLENSKAR ÞJÓÐSOGUR OG SAGNIR, safnað hefir og skráð Sigfús Sigfússon I. Seyðisfirði MCMXXII. Langt er síðan það varð kunnugt að Sigfús Sigfússon á Eyvindará væri að safna þjóðsögnum íslenskum og skrá þær, og væri það orðið all- mikið safn. Munu lesendur Eimreiðarinnar minnast þess, að fyrir skömmui birtust þar tvœr þjóðsögur frá þessum höfundi. Nú er fyrsta hefti þessa safns út komið, og má sjá af auglýsingu út- gefanda, að safnið verður geysi-mikið verk þegar það er alt út komið- Er safnið í 16 flokkum, og sagt, að þessi sem nú er kominn, sé með þeim minni, en hann er þó yfir 100 blaðsíður í stóru broti. I þessum fyrsta flokki eru „sögur um æðstu völdin", svo sem sögur um guð og kölska, paradís og helvíti og refsidóma drottins. Það er enginn vafi, að hér er að koma á sjónarsviðið stórmerkilegt verk. Ef það er alt eftir þessu fyrsta hefti, þá hefir líklega fáa dreymt um, að það væri jafn gott og það reynist, því að í þessu hefti eru veru- legar perlur innan um, og yfirleitt má segja að safn þetta standi alls ekki að baki þjóðsögum Jóns Arnasonar, sem um langan aldur hafa notið óblandinna vinsælda. Sögur eins og Sigurður prestfóstri, Þófa-Kútur, Flauta-Bríet o. fl. eru mjög sérkennilegar og í alla staði fyrirmyndar þjóðsögur, og þá er óhætt að segja, að sagan af Vafrastöðum, sem Eim- reiðin birti, eigi ekki marga sína líka að þjóðsögublæ og frásögn. Bíða vist margir með óþolinmæði eftir framhaldi safnsins, og þykir það ganga nokkuð seinf. Höfundurinn segir sögurnar mjög látlaust en þó sérkennilega og geymir vel einkennileg orðatiltæki í því, sem persónurnar eru látnar segja. Þá er frásögnin einnig mófuð af þeirri ást á þessum fræðum og einlægni við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.