Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 124
380
RITSJÁ
EIMREIÐIN
cru hér tilgreind með öðrum og fleiri merkingum en þar var gert. En
hér eru og fjöldamörg orð, sem yfirleitt eru ekki til í neinu prentuðu riti,
heldur hefir safnað verið af munni alþýðunnar, og má nærri geta, hve
þarflegt verk það er að bjarga slíkum orðum frá gleymsku og gera þau
kunn. I þriðja lagi eru (dönsku) þýðingarnar miklu vandaðri og ná
merkingu orðanna betur en áður hefir átt sér stað.
Auðvifað vantar sæg af orðum enn, og er ekki um það að fást. Stend-
ur það til bóta, og orðabók yfir lifandi mál verður aldrei svo úr garði
gerð, að hún tæmi allan orðaforða málsins, og er þess þá síst að vænta
þegar í fyrstu útgáfu. En helst ættu þau rit að vera tæmd, sem á annað
borð eru orðtekin, en svo er ekki hér til fullnusfu,
Ekki get eg gert við því, að eg kann illa við það, að höf. hefir tekið
þann upp, að rugla saman i—í og y—ý, því að það er óralangur vegur
frá því, að það hafi byr fengið að sleppa y—ý. Tilraun B. M. Ólsens í
þá átt var einmift skýr sönnun þess. Z er og einsýnt að halda, vegna
þeirra, sem hana vilja nota, meðan nokkrir eru, því að ávalt er hægur
hjá að sleppa henni, ef menn kæra sig ekki um hana. Er vonandi, að í
síðari útgáfum verði að því horfið, að láta y—ý og z njóta sín betur en
hér er gert.
Sigfús Blöndal mun hljófa þakkir margra um langan aldur fyrir alt
það starf, sem hann hefir varið til þessa mikla verks, og nafn hans firn-
ist ekki meðan íslensk funga verður rækt. Er gott til þess að vita, að
bókin hefir verið svo ríflega styrkt, að hún getur yngt sig upp sjálf og
vaxið á komandi árum.
Gaman er og að því, að svo prýðileg bók sem þessi skuli vera prent-
uð hér heima. Hefir prentsmiðjan Gutenberg int hér af hendi svo fallegt
og vandað verk, að það stendur á sporði því besta, sem í þeirri grein
sést annarsstaðar. Hefi eg þar til samanburðar Websters orðabók hina
ameríksku, sem þykir fyrirmynd. En bókin hefði orðið handhægari og
hentugri flestum í helmingi minna broti og 2 bindum. Eins og hún er
verður hún að vísu frábærlega falleg, en kemst óvíða í skáp.
Bókin er mjög ódýr eftir stærð og frágangi, og mun komast í margra
hendur. Þegar bókin er öll út komin, mun Eimreiðin að sjálfsögðu fa
hæfan mann til þess að rita ýtarlega um þetta mikla verk. M. 7-