Eimreiðin - 01.01.1924, Qupperneq 76
72
FRÁ FÆREV'JUM
eimreiðiN
eysku og sænsku, í 5. deild er engin færeyska. Því má her
við bæta, að ef Færeyingar afla sér æðri mentunar utan
Kaupmannahafnar, þá eru þeim öll sund lokuð. Þeir hafa þa
engan rétt til embættis í eyjunum.
Nú mundi margur liggja Dönum þungt á hálsi fyrir alt
þetta, og það er að vísu maklegt. Þó hafa þeir eitt sér til
málsbótar. — Sumir forkólfar sambandsmanna í Færeyjum
eru ótrúlega dansklundaðir. Enginn danskur íslendingur hefur
nokkurntíma komist í hálfkvisti við þá í þeirri grein. Á meðan
er varla von á góðu. Þess má geta, að ýmsa góða talsmenn
hafa Færeyingar átt í Danmörku. Einu sinni skrifaði t. d.
Svend Grundtvig um framferði Dana í Færeyjum, og líkti hann
því við framferði Þjóðverja í Suður-Jótlandi. Og er þá langt
til jafnað.
Nú kem ég loks að því, sem ég vildi mest um segja, en
verð þó að fara þar á hundavaði eins og víðar. En það er
tungan, færeyskan. Af öllu því, sem ég kyntist þar, þykir mér
hún í alla staði merkilegust, enda er hún fjöregg þjóðarinnar.
Eins og kunnugt er, var í fornöld talað sama málið um
Norðurlönd öll. En er tímar liðu, klofnaði málið, og má nú
greina það í fimm aðalflokka. Af þeim öllum hefur íslenskan
reynst sjálfri sér tryggust. Hún skipar öndvegið tvímælalaust.
Þó verður það ekki afskafið, að nokkuð hefur hún breytst.
Næst, og það langnæst, kemur færeyskan. Að vísu er hún
talsvert ólíkari fornu norrænunni en íslenskan. En sá munur
er ekki svo ýkjamikill í ritmáli. í þriðja lagi kemur landsmálið
norska. Vantar þó mikið á, að það sé eins heilsteypt mál og
færeyskan. Langlengst eru þær afvegaleiddar sænskan og
danskan.
Nú er það mjög algengur sleggjudómur hér, að færeyska
og norskt landsmál séu hrognamál. Því verður ekki heldur
neitað, að þau mál láta illa í okkar eyrum í fyrstu. En ástæð-
an er engin önnur en sú, að þau liggja of nærri íslensku.
Okkur finst, að þau séu afbökuð íslenska. Þau eru, með
öðrum orðum, ekki orðin nógu rangsnúin og vitlaus, til þess
að við getum dáðst að þeim og þótt þau falleg. En hætt er
við, að danskan og sænskan yrðu léttar á metum, ef öll þessi
mál væru borin saman og gildi þeirra og fegurð miðuð við það,