Eimreiðin - 01.07.1924, Page 45
BREZKA HEIMSSÝNINGIN
237
framleiðslan í vélum, sem þar eru í gangi. Stúlkur sýna þar
a sér hinn dýrasta klæðnað, sem til er í veröldinni.
Adam Smith, hagfræðingurinn frægi, var mjög hrifinn af
Verkaskiftingunni í nálaiðnaði í lok 18. aldar og skýrði með
dæmum þaðan hin mikilsverðu áhrif verkaskiftingar manna og
yéla. f-Jér er nú sýndur nálaiðnaður á ýmsum tímum og virð-
yst þessi iðnaður fyrir 100 árum harla úreltur. Eldhúsáhöld á
Vmsum tímum sýna einnig greinilega framfarirnar, og einnig
Ura'. gull- og silfursmíði, hljóðfæri, pappírs-, matar- og drykkj-
ariðnaður, potta- og gleriðnaður, leikföng, íþróttatæki, vísinda-
*eS áhöld og húsasmíði. Peningaskápar nútímans, sem hér eru,
stðndast hvers kyns sprengiefni og rafeld, bregða upp blossa
°S láta lúður gjalla, ef þeir eru hreyfðir. Fimustu innbrots-
tiófar heimsins mundu örvænta, ef þeir sæju þenna útbúnað.
Næst kemur Vélahöllin, stærsta byggingin á sýningunni, 6*/2
smnum stærri en Trafalgartorgið, eða mundi að minsta kosti
*aka yfir töluvert stærra rúm, en allan miðbæinn í Reykjavík.
akið er úr gleri og undir því standa langar súlnaraðir eins
^9 tré í skógi. Sjötíu húsagerðarmeistarar hafa séð um bygg-
lnSu hallarinnar og fyrirkomulag sýningarinnar í henni, enda
hún hin glæsilegasta, og þrátt fyrir ólíka hluta er alt í
eudarsamræmi. Járnbrautir, sem flutt hafa sýningarhlutina og
síórfengleg lyftiáhöld, sem taka 25 tonn hver, eru inn í höll-
lna- Undirstöðuiðngreinir Breta eru hér sýndar, svo sem
^kipasmíði og vélasmíði allskonar, bifreiðar, járnbrautir og
lu9vélar, dísilvélar á sjó og landi. Höfnin í Liverpool, sem er
sl®rsta útflutningshöfn Breta, er sýnd eftirlíkt í smáum stíl
hinum 55 kílómetra löngu bólverkum og 40 kílómetra
r°ðum af vöruhúsum, sömuleiðis höfn Lundúnaborgar með
efhrlíkingu og kvikmyndum, teknum úr loftförum. Hér er raf-
^gnssýning, reiðhjóla- og vélhjólasýning, símasýning, málm-
Vlnsla allskonar o. s. frv. í öðrum enda hallarinnar er stærsta
9ler heimsins, sem nær yfir hálft húsið upp í loft. Fjölmargar
a^ vélunum eru stöðugt í gangi, svo að hægt er að sjá fram-
e*ðsluaðferðirnar. Hér er staður fyrir sérfræðinga til þess að
fVða tímanum, því að hvergi sézt eins vel, hve langt enskur
'ðnaður er kominn og aðstaða og yfirburðir Englendinga í
t>eim efnum, sem eru'grundvöllurinn undir heimsveldi þeirra.