Eimreiðin - 01.07.1924, Qupperneq 71
^IMREIÐIN
GREINING MANNKYNSINS
263
Mongólamótið væri afturhvarf til forfeðra. Rannsókn á menj-
manna frá fornum tímum í Evrópu færir engar sönnur á,
að Túranar eða Mongólar hafi brotist inn í Evrópu.
011 þessi fyrirbrigði, er eg hef verið að beina athygli yðar
að — framkoma Mongólamótsins hér og þar, á sjúkum börn-
UIU og heilbrigðum Evrópumönnum á fullorðins aldri, teg-
undareinkennin, er greina eina tegund apa frá annari, líkam-
^e9 og andleg einkenni, er marka hin ýmislegu kyn mann-
anna — verða bezt skýrð af þeirri kenningu, er eg held
fram, sem sé, að sköpulag manna og apa og allra hryggdýra
ákvarðist af sameiginlegum tækjum, er stjórni vextinum og
fólgin séu í kerfi lítilla en fjölbreyttra kirtla. Vér verðum nú
að líta nokkru nánar á það, með hverjum hætti þessi tæki
sfjórna vextinum. Það getum vér bezt með því að líta sem
snöggvast á rannsókn, er Bayliss og Starling gerðu fyrstu ár
Þessarar aldar. Þeir voru að reyna að skýra, hvernig á því
slæði, að brisið seldi meltingarsafa sínum út jafnskjótt og
það, sem í maganum var, fór að renna inn í skeifugörnina.
^að var þá kunnugt, að væri sýra sett á slímhúð skeifugarn-
arinnar, þá tók brisið til starfa; kunnugt var það líka, að
boðið, er vakti brisið til starfa, barst ekki eftir taugum frá
skeifugörninni til brissins, því að þótt taugarnar væru skornar
sundur, þá verkaði þetta eins eftir sem áður. Bayliss og
Starling réðu gátuna með þeim hætti, að þeir gerðu gagn-
sýrða slímhúð skeifugarnarinnar að safa, breyttu honum í tær-
an vökva og spýttu honum inn í blóðið. Niðurstaðan varð sú,
að brisið tók undir eins til starfa. Efnið, sem með þessum
hætti barst með blóðinu um líkamann, verkaði á brisið eitt
°9 reyndist þannig boðberi eða magni (hormone), kölluðu
þeir »secretin«. Þeir skýrðu ekki að eins með hverjum hætti
brisið selur, heldur gerðu jafnframt miklu merkilegri upp-
9ötvun. Þeir höfðu fundið nýja aðferð, sem einn hluti líkam-
ans getur haft til að komast í samband við annan og stjórna
honum. Til þess tíma höfðum vér verið eins og útlendur
ferðalangur í ókunnri borg, er ímyndaði sér að hinir sýnilegu
ritsíma- eða talsíma-þræðir væru einu sambandstæki borgar-
^úa. Vér héldum, að taugarnar einar settu einn hluta líkam-
ans í viðskiftasamband við annan. Bayliss og Starling sýndu,