Eimreiðin - 01.07.1924, Side 89
Eimreidin
FRÆNDUM SÍÐU-HALLS SVARAÐ
281
Þið kennið börnum Y^l<ar> að jörðin gangi árlega umhverfis
sólu og munduð kalia mann þann auma flónið, sem andmælti
tví- En hafið þið sjálf gengið úr skugga um þetta? Voruð
frð við athuganir með Kopernikus, Kepler, Galileo og New-
i°n? Hafið þið staðfest kenningar þeirra með eigin útreikn-
■ngi? Ekki býst ég við því. Fremur fáir menn hafa gert það.
^vað hafið þið þá að bera fyrir ykkur?
Vitnisburð nokkurra manna.
Þannig mætti lengi halda áfram.
Þegar aðgætt er, mun koma úr kafi, að meginið af því,
Seni við þykjumst vel vita og teljum hiklaust satt vera, hvílir
ekki á eigin reynslu. Við höfum ekki, meira að segja, nokk-
Ura sönnun fyrir því, hvað við heitum, hvað við erum gömul
eða hverir ólu okkur í þenna heim — nema þetta sama:
vitnisburð mætra manna.
Einhver kann að segja: Þetta getur alt verið gott og bless-
að- En ekki má gleymast að geta þess, að mennirnir eru
^'sjafnir. Það er ekki sama hverir vitna og hvernig vitnis-
ðurðirnir eru. Og þegar um sérkenningar kristindóms og sér-
kenningar guðspeki er að ræða, verða orð nýja-testamentis-
köfunda þyngri á metum en orð dulskygnra guðspekifélaga.
Hversvegna ættu þau að vera þyngri á metum? Talið er
Vlst, að þeir sem gengu frá guðspjöllunum, eins og þau eru
nu> hafi hvorki verið sjónar eða heyrnarvottar að því, sem
frá er skýrt. Og það er alls endis ókleyft að sanna, að þeir
hafi verjg sannorðari og athugulli en heimildarmenn guðspeki-
kenninganna, sem greina frá því, sem þeir hafa sjálfir séð og
heyrt.
Þá má segja, að bestu meðmæli kristindómsins séu kenn-
ln8arnar sjálfar, gengi þeirra með mannkyninu og síðast en
ekki síst: trúarreynsla einstakra manna. Ekki dettur mér í hug
að andæfa þessu. En alveg sama má segja um kenningar
Suðspekinnar. Þær mæla með sér sjálfar. Þrátt fyrir ákafa
j^ótspymu hefur gengi þeirra farið sívaxandi. Guðspekifélagið
n°t göngu sína fyrir fjörutíu og átta árum. Og félagar þess
fru milli 40 og 50 þúsund. Sennilegast er að kenningar krist-
lndómsins hafi ekki átt miklu fleiri fylgismenn 40—50 árum
e^ir að Jesús hóf prédikun sína.