Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 91
EIMREIDIN
FRÆNDUM SÍÐU-HALLS SVARAÐ
283
um með árangri, verður að femja sér trú, sem reist er á við-
unandi sannanagögnum, er hann sjálfur getur ekki staðfest.
Þetta mun ekki kosta þann mann mikla andlega áreynslu,
sem leggur stund á raunvísindi. Hann verður að hafa sterka
trú á grundvallarkenningum þessara vísinda. Og meira að segja:
Trúartraust til orða og vitnisburðar rannsóknarmanna, — sem
hann veit ef til vill alls eigi nöfn á — er grundvallaratriði í
raunvísindum og án þessarar trúar á heimildir (vitnisburði)
Wundu þau hrynja saman®.1)
Fyrst þessu er nú þannig farið um vísindamennina sjálfa,
má nærri geta, að öðrum mönnum reynist ókleift að fá sann-
anir fyrir öllum kenningum þeirra. Þið kynnuð að geta sann-
að ykkur einhverjar þeirra. Ef þið getið fórnað mörgum ár-
um til náms og miklu fé, hafið þrautseigju og góða greind,
tá má það eflaust takast — en að öðrum kosti ekki. Lang-
flesta okkar mannanna skortir einmitt eitthvað af þessu, og
suma skortir alt. Fyrir því er fjöldanum ókleift að sanna sér
nokkurn tíma nema lítin hluta þeirra kenninga, er vísindin
hera fram sem óbrigðul sannindi.
Vera má, að mörgum ykkar yrðu minni vandkvæði á því,
að afla eigin sannana fyrir sérkenningum guðspekistefnunnar.
Þó þarf og að Ieggja mikið í sölur til þess að það sé unt.
Menn verða að hreinsa sig hið ytra og innra, lifa hreinu og
heilbrigðu lífi, temja sér hollar hræringar til geðs og huga og
'ðka ákveðnar æfingar daglega. Ef þeir hafa greind og þrek
hl þess að gera þetta árum saman, geta þeir efalaust stað-
fest eitthvað af kenningunum.
Enn kann einhveraðsegja: Rannsóknartæki og aðferðir vísinda
eru ekki saman berandi við rannsóknartæki dulspekinga. Visindin
hafa hárnákvæm tæki til sinna athugana, og þau tæki verða
Varla blekt. En dulfræðingar nota einhvers konar andlegar
shynjanir, og reynslan í þessum heimi sýnir, að allar skynjanir
eru skreytnar og vitnisburði þeirra illa treystandi.
Satt er það, að jarðnesku tækin eru ólík og að jarðneskum
shynjunum er illa treystandi. Og ekki er ég að eggja neinn
a að treysta kenningum dulspekinga jafnvel og sannreyndum
U Science and Religion by seven Men of Science. London 1914, bls. 90.