Eimreiðin - 01.07.1924, Side 128
320
RITSJA
EIMREI£>In
krístinna manna, væri að finna í fornum bókmentum Austurlanda. Eitt
slíkt helgirit er Bhagavad-gita, sem í þýðingu Sig. Kristófers Péturssonar
hefur hlotið heitið: Hávamál Indíalands. Hefur þýðandinn í formála þr*tt
í stuttu máli sögu þessa merka rits og Iýst að nokkru lífsskoðun þeirri,
er í þvf birtist. Þegar þess er gætt, að ritið er til orðið fyrir mörgui11
öldum, vafalaust alllöngu fyrir Krists burð, þá er ekki annað hægt en að
dáðst að þeirri lífsspeki, sem það flytur, því hún stendur í flestu framar
þeirri síðari tíma speki, sem svo mörgum er nú tamast að fylgja. Hér er
um hagnýta siðfræði að ræða og siðgæðiskröfurnar mjög í anda kristin-
dómsins, enda er nú samanburðarguðfræðin búin að sýna og sanna, að
sömu trúar- og siðgæðishugsjónirnar felast f öllum hinum meiri háttar
trúarbrögðum mannkynsins. Það er tilgangslftið að eignast þessa bók til
þess að lesa hana einusinni; það þarf að marglesa hana, og mun sú fyrir-
höfn borga sig, þvf í henni er hugsanaauðlegð svo mikil, að óvíða mun
í heimsbókmentunum meiri.
Þýðingin hefur verið allmikið vandaverk, en vér getum ekki betur séð
en þýðanda hafi tekist að leysa hana vel af hendi. Sv. S.
MOROUNN. V, 1.—2. hefti 1924. í fyrra heftinu eru skýrslur um til-
raunir þær í S.R.F.I., sem fram fóru með miðlinum Ejner Nielsen fra
Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, ennfremur fróðleg ritgerð um sögu
sálrænna rannsókna eftir magister Jakob Jóh. Smára, ritgerð um annað
alþjóðaþing sálarrannróknanna eftir prófessor Harald Níelsson, o. fl. Til-
raunafundir þeir, sem haldnir voru hér með Nielsen, hafa vakið mikla
athygli, og er hér í Morgni skýrt ítarlega frá því, sem gerðist á fundun-
um. Er Ijóst af þeim skýrslum, að engin brögð hafa verið höfð í frammi
við framleiðslu fyrirbrigðanna, enda neitar því vart nokkur, sem rann-
sakað hefur, að svonefnd miðlafyrirbrigði gerist. Um hitt atriðið, hvermS
eigi að skýra þau, eru enn skiftar skoðanir, þótt flestir muni hallast að
skýringu andahyggjumanna á þeim.
Síðara hefti þessa árgangs Morguns, sem er nýkomið út, er mjög fjðl-
breytt að efni. Fyrsta ritgerðin er eftir Sir Arthur Conan Doyle og er rituð
af postullegum eldmóði. Sporgöngumenn Faustínusar sjónhverfingamanns,
sem öðru hvoru eru að stinga upp kollunum og lýsa öll dularfull fynr"
brigði pretti og svik, á svo mannboriegan hátt, að maður getur ekki að
sér gert að brosa af meðaumkvun, ættu að lesa þessa ritgerð með at-
hygli. Jafnvel þeir hefðu gott af þeim lestri. Doyle er dálítill orðhákur,
svipar í þvf til Lúthers, þótt ekki sé Doyle eins orðhvass. Hann segm
mótstöðumönnum sínum til syndanna. En hann færir Iíka rök fyrir skoð-
unum sfnum og vitnar óhræddur um reynslu sína.
Morgunn mun standa fyllilega jafnfætis samskonar tímaritum erlendum,
sem um sálarrannsóknir fjalla, og er það ekki hvað sizt að þakka rit-
stjóranum, Einari H. Kvaran, sem samfara rithöfundshæfileikum sínum
hefur margra ára reynslu og þekkingu í sálrænum fræðum. Sv. S.