Eimreiðin - 01.10.1925, Síða 32
316
ÞJÓÐAÐANDALAGIÐ
eimreidiN
verði ekki gert. En engu að síður er það skylda allra manna,
sem nokkuð eiga undir sér, og þá allra helzt ríkjastjórnanna,
að gera það sem hægt er til að grafast fyrir orsakir og nema
burtu óréttlæti, sem veldur þjáningum og skorti. Friður og
jafnvægi milli manna og þjóða veltur á því.
Þegar friður var saminn og Þjóðabandalagið stofnað, voru
menn óvenju næmir fyrir þessu. Þá voru þjáningar stríðsins
nýafstaðnar, og menn þráðu að skapa heiminn að nýju og
gera þennan táradal að friðsælu heimkynni fyrir glaða og
heilbrigða kynslóð.
Þess vegna voru sérstök samtök hafin um öll lönd til að
bæta kjör verkalýðsins. Samdi friðarfundurinn í Versailles
reglugerð fyrir samtök þessi. Fylgdi sú greinargerð, að frið'
inum stafaði hætta af illum aðbúnaði verkalýðsins — alþjóða-
friður yrði aldrei trygður á öðrum grundrelli en fullkomnu
réttlæti og sanngirni.
Samtök þessi voru því hafin í nafni mannúðar og réttlætis-
Að því er sérstaklega unnið að jafna vinnuskilyrði, þ. e. gera
aðstæður verkafólks víða um heim sem líkastar, að svo miklu
leyti sem loftslag, þjóðarsiðir og aðrar kringumstæður leyfa,
í þeim tilgangi að' koma í veg fyrir óheilbrigða sarnkepm
milli landanna.
Styttur vinnutími, sæmilegt kaup, jafnhátt kaup karla og
kvenna fyrir sömu vinnu, að allir hafi hvíldardag einu sinni a
viku, að bönnuð sé barnavinna, að komið sé á fót sjúkra-
og slysavátryggingu, o. fl. — eru alt málefni, sem félag þetta
hefur á stefnuskrá sinni.
Þegar fagmenn hafa athugað og rætt málið vandlega, erU
samþyktar »ráðleggingar« svokallaðar og »frumvörp til regla'
gerðar«, sem lögð eru fyrir stjórnir landanna. Er hver stjóru
skuldbundin til að leggja þau fyrir þingið innan eins árs fra
því, að »ráðleggingin« var samþykt.
Þar sem ekki er hægt að koma því við að samþykkja ráð'
legginguna óbreytta og gera hana að lögum, er hún þó tekm
til fyrirmyndar við tilbúning nýrra laga.
í árslok 1924 höfðu 16 »frumvörp til reglugerða* og ^
»ráðleggingar «verið lagðar fyrir þing þjóðanna. í 125 til'
fellum hefur það verið samþykt óbreytt, sem lagt hefur ver$