Eimreiðin - 01.10.1925, Side 56
340
ÁSGRÍMUR MÁLARI
EIMREIÐlN
komumest á þeim slóðum. Áhrifunum hefur hann náð á léreftiö
svo vel, að ef vér tökum vel eftir, getur hann látið oss sjá nátt-
úruna, eins og vér sáum hana, þegar vér vorum skygnust a
það, hvað í henni býr. Hann getur látið oss sjá hana, eins oS
vér sáum hana sem börn heima í átthögunum, þegar vér uni-
gengumst hana eins og lifandi og starfandi heild, hluta af
heimilinu og oss sjálfum, þegar hver hóll og hver steinn
Kvöld í Fljótshlíð.
átti sína sögu, hver lind sína hreima, hver hvammur sínar sýn
ir. í allri starfsemi Ásgríms málara má rekja tvo meginþ®**1'
Þeir tveir meginþættir eru: íslenzk náttúra og íslenzk þl^,
trú. Hann hefur málað vætti og álfa með íslenzkt landslaS
baksýn. Einhver bezta mynd hans er álfamynd. Ríðum
ríðum! Rökkvar í hlíðum! hefur hann nefnt hana. Hún er
ekki fullgerð enn. Það er þetta tvent í listarstarfi hans, seI11
gerir það að verkum, að vér kunnum vel við oss innan ulT1
myndir hans, Oss finst vér vera komin heim, inn að hja^
lands og þjóðar. Ég gæti trúað því, að margur sem dva1
hefur langvistum fjærri ættjörðinni, vildi feginn kynnast ver'