Eimreiðin - 01.10.1925, Síða 64
348
ÁRSTRAUMURINN OG UPPSPRETTAN eimreiði^
hans holli. „Einhvern tíma kem ég til þín, og þá ætla ég að leiða þ>S -
Og áfram danzaði hún eftir hljóðfalli hugsöna sinna. Og honum varð
fótaburður hennar að unaðsóði elskunnar. Ó, að eignast hana, hugsað'
hann, gefa henni alt aflið sitt, hafa hana alt af í farveginum hjá ser'
hreina og glaða. Hvað það væri gott! En barnaskapurinn, hún að tal®
um að ætla sér að leiða hann! En yndislega hljóp hún og hoppaði, bla'
tær ofan í botn, og hann hægði á sér. Ekkert lá honum á á undan hennir
og svo liðu þau samhliða niður hallann, athugul og þegjandi og 1>*U
einungis hvort til annars.
En hvað kom nú þarna! DálítiII lækur hljóp inn í farveginn til seytl'
unnar, og þau tóku áfjáð að talast við og sýndust mjög samrýmd, eI1
til allrar ógæfu skildi árstraumurinn ekki tungumál það, er þau töluðu>
þau voru líklega lærð, ákaflega lærð; það var leitt að skilja þau ekkn
því um hann voru þau auðsæilega eitthvað að þinga, litu smámsaman 3
hann. Hver skyldi hann vera þessi? Líklega unnusti, og hann skvetti ur
sér vænni gusu upp í • grjófeyrina til þeirra í úrræðalausri gremju. ^n
hvað þeim kom vel saman að sjá! Og honum sýndist seytlan orðin m>k>
stærri og máttugri, síðan hann, þessi, kom inn í farveginn til hennar-
Vildi, að hann væri kominn norður og niður, hugsaði árstraumurinn
argur og kastaði hnullungunum.
En hvað skeður! í hendingskasti koma þau bæði hlaupandi og hen
sér inn í farveginn til hans, beint inn í fangið á honum, svo að han11
varð að stanza ögn og átta sig. „Varaðu þig, vinur“, hló hún og glamP
aði öll af gleði. „Nú ertu á okkar valdi, við höfum veitt þig“. „Hver er
hann, þessi þinn?“ bofsaði í árstraumnum með andköfum. „Mannvi”
Hér er mannvitið komið til sögunnar, og við ætlum að notfæra mönn
unum aflið þitt hið mikia, taka þig inn í félagsskap okkar, og svo hjálp
umst við að, öll þrjú í einingu, og áorkum miklu mönnunum til heiHa
Og hún tók að telja upp fyrir honum óendanlega runu af þörfum
þjáningum, sem þau, öll þrjú í einingu, ættu að ráða bót á, oS
hennar fundust honum eins og fagur söngur á að hlýða. Og hér duS
eiginlega heldur engin mótmæli. Hann var ofurliði borinn. Vont að v’5^
að vera háður, en vel áttu aflraunirnar við hann, og yndislegt var
vinna með henni, vera henni að geði, leggja alt aflið sitt inn í áhuSa
mál hennar, kveikja bjart ijós yfir börnum mannanna, verma þá, Þes
- cta
ár-
ð
oS
þeim varð kalt, vinna voðir úr ull utan á þá, saga við í húsaskjól han
þeim, og það og það, sem hún vildi vera láta. Ekki var honum
straumnum, ant um mennina, ekki vitund! En það var óumræðilus’
gera viija hennar, vera framkvæmdaaflið í áhugamálum hennar, vera e>S,u.
lega eitt með henni, og — hann tók á sig ok hinnar yndislegustu í hmn
Ólöf frá HlöBurn-