Eimreiðin - 01.10.1925, Síða 71
EiMReiðin um sigurð guðmundsson málara
355
í þakkarskyni við þennan merkilega gáfu- og listamann,
Sem vann henni svo mikið gagn, að heiðra minningu hans á
Vel viðeigandi hátt. Ásmundur Jónsson
frá Skúfstöðum.
i ------------
Skáldahvöt.
Eftir Sigurð Guðmundsson málara.
Skáldskapurinn er
eldgneista líkur,
sem oft er hægt
á að stíga,
en ef hann kveikir
í ýta brjóstum,
munat alheims haf
hann geta slökt.
0, þér skáldmenni
ísafoldar,
andlegar stoðir
ástar og menta,
verið þér verðir
vorrar tungu
og verndið siðu
vorra feðra,
að útlendir
ormavefir
og aðfokið ryk
beim ei fái spilt.
Hreinsið þér saur
af siðum órum
•og andans olíu
yfir þá rjóðið,
að þeir skíni
sem skygðir brandar
og óþverra ryð
ei á þeim festi.
Skarið nú land vort
skjöldum yðrum,
leiftrandi smeltum
logarúnum,
er alvoldug Saga
á þá reit
og aldrei mást
að alda rofi.
Bregðið nú yðar
björtu sverði,
er lýsi af
um lönd og himin,
og ekkert jarðneskt
fær yfirbugað,
heift, vald, svik
né hatur trúar.
Þá skáldsins álmur
upp er bentur,