Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 23
EIMREIÐIN
Janúar—marz 1938 XLIV. ár, 1. hefti
Við þjóðveginn.
5. marz 1938.
Endurminningar um almenna viðburði liðna ársins eru flest-
ai' í sambandi við styrjaldir og deilur. Svo að segja daglega
bárust fréttir af blóðsúthellingunum á Spáni, stríðinu milli
Japana og Kinverja, stjórnmálalegum deilum og mishepnuð-
uni samningagerðum stórveldanna, aftökum og liflátsdómum.
En gerðust þá ekki merkilegir atburðir á öðrum sviðum? Hvað
er að segja um hin kyrlátu störf, sem unnin
Nokkrar vísinda- eru á sviði vísindanna og sjaldnast heyrast
*egar nýjungar nefnd í hinum almennu fréttaskeytum?
íiðna ársins. Einhverjar merkilegustu nýjungarnar í
vísindum á árinu 1937 má vafalaust telja út-
geislunar-kenningu Gurvichs og tilraunir hans til að sanna
bessa kenningu. Það hefur að vísu lengi verið skoðun ýmsra
líffræðinga, að lífsorkan væri einskonar geislan út frá sjálf-
um lífverunum. En nú hefur líffræðingurinn Gurvich sýnt
fram á, að taugakerfið sendi frá sér útfjólubláa geisla, sem
SVo hafi ákveðnar verkanir á taugakerfi annara lifvera. Þessi
taugageisian er ekki aðeins til staðar hjá mönnum, heldur ög
hjá dýrunum. — Önnur merkileg kenning í sambandi við rann-
sóknirnar á hinum raforku-kynjuðu heilaöldum, er hin svo-
Uetnda bergmálskenning líffræðingsins Weiss, sem heldur því
fram að hver vöðvi líkamans sé gæddur sérstökum hæfileika
hl að láta taugar sínar taka á móti ákveðnum utanaðkomandi
ahrifum, en útiloka önnur. Eru þessar taugageislanarann-
s°knir allar mjög merkilegt mál, sem ekki er tök á að fara
Uanar út i hér.
Merkilegar tilraunir hafa verið gerðar á fuglum, sem sanna,
a Þeir geti ratað heim i átthagana um óravegu — og frá stöðv-
Uu» þar sem þeir hafa aldrei verið áður — án þess að hafa
l