Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 61
eimreioin SÖNGFÖR KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR 1937 39
Nú kann einhver að spyrja, hvert gagn sé að slíku ferðalagi
°g hvort það svari kostnaðinum, sem hlýtur að vera mikill.
Því er fljótsvarað, slík för sem þessi hefur listrænt gildi
°g alment gildi. Hún sýnir að við séum ekki skrælingjar, held-
Ur menningarþjóð, sem stendur framarlega á listrænu sviði,
°g að því er gífurlegur vinningur, en lnín vekur jafnframt til
umhugsunar um landið og viðskiftamöguleika þess. Og ég segi
l’etta ekki út í loftið, heldur fékk eg reynslu fyrir því. Víða
l'ar sem kórinn kom, komu að afloknum söngleik, eða að
morgni í gistihiísið, til min menn, sem voru að spyrja um
landið og sérstaklega viðskifti við það. Og það er fjöldi af
klukkutímum, sem hefur farið í þetta fyrir mér á ferðinni.
miður hafði ég ekki búið mig undir þetta, því að mér datt
það ekki í hug, en þeim, sem ég gat ekki svarað, vísaði ég til
Sendiráða vorra og ræðismanna, sérstaklega til Kaupmanna-
hafnar og Berlínar, þar sem íslenzkir menn eru.
Slik ferð sem þessi er alveg ómetanleg kynning fyrir landið
a ulla lund, og það hafa þeir kaupsýslumenn og verzlanir séð
°§ skilið, sem studdu þessa för mjög rausnarlega, en ég leyfi
Uier ag þakka þeim fyrir þennan skilning þeirra á góðu máli.
hh'1- finst mér Alþingi ætti líka að láta til sín taka og sýna
sauia góða skilning með nokkrum fjárframlögum.
^°nur minn sig’lir.
Sólroðin aldini siiðurlönd þér bjóða.
Örva þig æfintýri austrænna þjóða.
Sízt er von þú iinir við arincld hjá mér,
engar hef ég gjafirnar samboðnar þér.
Ég á aðeins arfgenga löngiin til Ijóða,
— löngun svo alvöru-hljóða.
Litinn Ijóma ber hún,
löngum dulin fer hún.
Samt er hún mér kærust af öllu, sem ég á,
erfðagull mitt norðrinu frá.
— Hverfir þii í fjarskann, hvarflar hún frá mér,
og hvað á ég þá, ■— hvað á ég þá?
Jakobina Johnson.