Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 60
38
SÖNGFÖR KARLAKÓRS REYIvJAVÍKUR 1937
eimbeiðin
danssalur, að söngstjóri og kór neituðu að syngja í salnum, og
fæ ég ekki betur séð en að það hafi verið á fullum rökum
bvgt, enda var hljóðfærið þar svo úr garði gert, að það vant-
aði nokkra strengi. Stóð nú í stappi um þetta allan daginn, en
auðvitað var ekki hægt að útvega söngsal svona fyrirvaralaust.
Var það unnið til þess að hlífa nokkrum mönnum við óþæg'
indum, að kórinn kom á skemtisamkomu norræna félagsins
og íslendingafélags, sem hafði átt að vera á eftir samsöngn-
um — það átti að vera samsöngur og dans á eftir — og
söng þar nokkur lög, en Icórinn og fonnaður norræna félags-
ins skiftust á vingjarnlegum ræðum um sambúð landanna.
Blaðaunnnæli í Hamborg voru alveg með sama blæ og annars-
staðar — hæsta lof. Læt ég þetta duga um Hamborg, en sagan
er mjög óprýðileg fyrir þá, sem þar eiga hlut að máli, eins og
ég kann hana lengsta.
Hinn 21. nóvember kom kórinn aftur til Hafnar, og fór tínu
hans nú mest af í það að syngja lög inn á plötur, og hafði
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri undirbúið upptökuna. En
kvöldinu áður en lagt var af stað söng kórinn í danska út-
varpið, og var flutt lítið erindi á undan. Síðasta morguninn bauð
kórinn nokkrum mönnum, sem höfðu verið honum innan
handar, í morgunverð til þess að auðsýna þeim þakklæti sitt.
Um kvöldið var lagt af stað heimleiðis. Var fjöldi íslendinga
og Dana staddur á bryggjunni, er skipið lagði frá. Þakkaði
kórinn löndum í Danmörku viðtökurnar með fáeinum orðuin
og ferföldu húrrahrópi, en forstöðumaður fréttastofu útvarpS'
ins danska, Carstensen, lét hrójia ferfalt húrra fyrir íslandn
og var því svarað af kórnum með ferföldu húrra fyrir Dan-
mörku. Svo lagði kórinn syngjandi heim á leið. Á heimleið'
inni hafði Margeir kaupmaður Sigurjónsson undirbúið sam-
söng í Færeyjum, og fór hann fram í leikhúsinu í Þórshöfn-
Tóku Færeyingar söngnum fjarska vel, og Djuurhus skálú
mælti á færeysku nokkur árnaðarorð til kórsins og lét hropa
húrra fyrir íslandi, en kórinn svaraði með nokkrum orðum
á íslenzku og ferföldu húrrahrópi fyrir Færeyjum.
Hinn 29. nóvember hafnaði kórinn sig í Reykjavík, og hafn
menn lesið í blöðunum og heyrt í útvarpi, hverjar viðtökui
hann fékk, og voru það leiðarlok.