Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 31
eimreiðin
Þættir af Einari H. Kvaran.
Eftir dr. Stefán Einarsson.
I.
Einar Hjörleifsson, blaðamenska og pólitík.
Blaðamenska Einars fellur í þrjú tímabil: árin, sem hann
var ritstj. ísafoldar með Birni Jónssyni (1895—1901); árin, sem
hann var ritstj. Norðurlands á Akureyri (1901—1904), og loks
tvö árin síðustu, er hann var ritstj. Fjallkonunnar (1904 00).
Það er dálítið öiðugt, að gera sér grein fyrir því, hvað Einar
á i ísafold og hvað Björn Jónsson á, einkum kannske í trú-
niáluin og í pólitík. Þeir munu þar nokkurnveginn hafa fylgst
að, 0g gefur því grein Einars um Björn Jónsson1) allgóða hug-
^aynd um hvað þeir báðir vildu í þeim málum. Einar sá ef-
laust margt í skarpara ljósi, af því hann var nýkominn vestan
uni haf; hann sá t. d. ólagið, sem á var í samvinnuleysi þings
°g stjórnar, og honum var ljóst, að það sem landið þurfti
niest var ekki akademiskt þref um sambandspólitík, heldur
sterk, innlend stjórn, er snúið gæti sér að verkefnum dags-
ins.2) Því studdu þeir Björn og Einar Valtýskuna,3) er lofaði
skjótum enda á deilumálin milli Dana og íslendinga, þótt
nöeins væri til bráðabirgða.
Eitt af því, sem Einari lá þungt á hjarta, var mentun lands-
manna. Ekki hin æðri mentun svo mjög sem alþýðu-ment-
Unin, sem hann sá að var smánarlega vanhirt í samanburði við
tað, sem var vestan hafs. Háskóla þótti honum minni nauð-
syn á að hafa, hann mun fyrst a. m. k. hafa verið þeirrar
skoðunar, að við hefðum ekkert með hann að gera, við yrð-
Urn að sækja okkar æðri mentun til útlanda.4) Ekki endi-
t) Andvari 1913, 38: i—lvi. Sjá og „ísafold og Björn Jónsson eftir
E- Kvaran, ísafold 1925, 51. tbl og „Um Björn Jónsson stofnanda ísafold-
arPrentsmiðju“, Lesb. Mbl. 13. júní 1937 (eftir E. Kvaran). — 2) Sjá t. d.
t ddrög stjórnarbótarinnar eftir E. H„ Aliureyri 1902, bls. 9. 3) Dánar-
minning Valtýs eftir E. Kvaran í Verði, 4. ág. 1928. — 4) ísafoid 1. apr.
t839 („Háskólamentun vor“).