Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 102
80
NAPÓLEON AUSTURLANDA
eimbeiðin
frú Kung, kona fjármálaráðherrans. Soong-systurnar þrjár
hafa mikið vald og kunna vel að fara með það.
Chiang-Kai-Shek hefur orðið að þola margskonar auðmýk-
ingar af Japönum síðan hann varð forseti og einvaldur í Kína.
Þeir tóku Manchuríu og stofnuðu þar Manchukuo-ríkið. í Kína
voru sífeldar innanlandsóeirðir. Ræningjar gerðu þar mikinn
usla og kommúnistar uppreisnir. Kínverska stjórnin átti fult
í fangi með að slilla til friðar. Árið 1934 gersigruðu 30 000
japanskir hermenn 300 000 Kínverja í Norður-Kína. Þetta gerð-
ist skamt fyrir utan höfuðborgina Peiping, hjá þorpinu Tangku,
og þangað sendi Chiang æðstu menn kínverska hersins til þess
að semja frið við Japani. Kínversku liðsfoiángjarnir urðu að
fara fótgangandi til japönsku herstöðvanna og híða tímunum
saman í steikjandi sólarhitanum áður en japönsku hermönn-
unum þóknaðist að hleypa þeim inn fyrir varnarvirkin. Og
þarna urðu kínversku foringjarnir að semja um vopnahlé við
japanska hermenn, sem voru miklu lægri að hernaðarlegum
metorðum en þeir sjálfir. Enda varð vopnahléssamningurinn
í Tangku Kínverjum mikill álitshnekkir og ýtti undir Japani
og Kóreubúa, svo að frekja þeirra og yfirgangur í Norður-
Kína jókst stórum næstu mánuðina eftir vopnahléið. Vorið 1936
var smyglað inn frá Japan sykri, gervisilki og vindlinga-
pappír, og vörur þessar seldar opinberlega í Peiping fyrir
minna verð en kínverska tollinum nam, sem á þær hefði átt
að leggja. Með kínversku ríkisjárnbrautunum var smyglað
vörum daglega inn í Norður-Kína frá japanska keisaradæm-
inu Manchukuo. Þetta var í hæsta máta auðmýkjandi fyrir kín-
versku stjórnina, og sú auðmýking náði hámarki sínu þegar
Japanir neyddu kinverska embættismenn til að afvopna sína
eigin tollverði, og þegar japanska flotastjórnin lýsti því yfir>
að ef kínverskir tollgæzlumenn skiftu sér nokkuð af japönsk-
um eða kóreönskum smyglaraskipum, „mundi það verða slcoð-
að sem hvert annað sjórán á höfum úti og sæta sömu refsingu
og slík rán“.
Þó að kínverska stjórnin fengi þannig hvert höggið á fætur
öðru framan í sig, þá var Chiang altaf jafn undanlátssamur við
Japani. Hann lét meira að segja kínversku lögregluna refsa
kinverskum stúdenlum fvrir það, að þeir höfðu efnt til inót-