Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 40
18
ELLISTYRKUR
EIMRBIBIN
„Tjaldurinn" fórst. Fimm menn af sex druknuðu. Einn komst
á kjöl. Það var hann. í næstum sólarhring hélt hann sér á kih
í ofsaveðri, eftir að hafa liorft á félaga sína hverfa í djúpið-
Það var þá sem tveir synir hans fórust. En það hafði enginn
séð á honum. Hans gamla glaðværð náði sér fljótt aftur, og
aldrei talaði hann um þennan atburð að fyrra bragði. Nei.
hann Ástvaldur hafði aldrei verið uppnæmur fyrir smámun-
um, þótt honum væri ekki gefið neitt sérlega karlmannlegt
útlit. Hann hafði seiglast. Nú var hann orðinn skar. Já, hann
hafði barist sinni hörðu baráttu — og sigrað á vissan hátt.
Að visu hafði sigurinn hvorki fært honum auð né metorð, en
hans vegna hafði honum auðnast að gifta sig ungur, eignast
sex börn og reisa sér tvílyft timburhús með stórum kartöflu-
garði í lóðinni, hafa altaf nóg að borða og talca mikið í nefið-
En það var annars langt síðan þetta skeði.
Konan hans var dáin fyrir svo löngu, að hann var alve»
hættur að nefna að hún hefði verið til. Börn hans, þau fjögur
sem lifðu, þau voru komin sitt á hvert landshorn, gift og farm
að eiga börn. Þau höfðu öll sýnt honum þá ræktarsemi að
láta heita í höfuðið á honum. Þannig gat hann nú séð fram-
hald lifs síns — hið eilífa líf. Meira að segja húsið, sem hann
hafði látið byggja, það hét líka í höfuðið á honum. Allir :1
Skaganum kölluðu það Ástralíu. Kannske liefur það einhvern-
tíma átt að heita eitthvað annað, en það nafn hefur þá gleynist.
Nú átti hann þar heima hjá Guðrúnu dóttur sinni, sem æfin'
lega var kölluð Gunna í Ástralíu. Maðurinn hennar var kallnðm'
Gvendur í Ástralíu og börnin þeirra, kralckarnir í Ástralín-
Fólkið alt: fjölskyldan í Ástralíu eða Ástralíufjölskyldan. Ug
af því öllum var svo vel við hann, þá var nafnið hans altat
stytt, og hann sjálfur var kallaður Ásti gamli i Ástralíu. Svona
fast var nafnið hans orðið bundið við tilveruna.
En svo kom árans sjóndepran til sögunnar, og hennai
vegna varð hann fyrir því óhappi að detta á bryggjunni og
lærbrotna.
— Svona var það að verða gamall, sagði hann, og svo bætti
hann við brosandi og góðlátlega og næstum hvíslandi: —- ^að
er svona að verða gamall. Upp frá því komst hann ekkert
nema við hækju og staf. En hann þurfti ekki að kvarta. All'1