Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 70
48
OPNUN GRÆNLANDS
eimbbiðin
klútar „til þess að punta upp á grænlenzka búninginn“. En
þær launahæstu og þær, sem lengst eru búnar að vera vinnu-
konur, fá 5—25 krónur um mánuðinn í kaup, að því er tíma-
ritið „Grænland" upplýsir. Hafa þær þó oft unnið árum saman
lijá sömu húsbændunum, eldað mat og ræst 6—7 herbergja
íbúðir, án aðstoðar, fyrir þessi fríðindi, eða 5, 10, 15 upp í 2a
kr. um mánuðinn og einhverjar flíkur að auki. Því er kent um
að þjónar Grænlandsverzlunarinnar hafi verið svo vanir þVI
að fá ókeypis vinnukraft á Grænlandi, að þeir líti á það sem
sjálfsagðan hlut að svo haldist áfram, þó að þeir flytji heim,
enda sjái einokunin þeim fvrir þessum nauðsynjum, ineð út-
flutningi sínum á grænlenzku þrælaliði til Danmerkur.
Krafan um opnun Grænlands kemur frá fleirum en meðlim'
um félagsins, sem áður er nefnt. Hún kemur frá frjálslyndum
mönnum víðsvegar um heim, einnig mönnum, sem hafa kynst
einokuninni grænlenzku af eigin sjón og reynd. Fjöldi danskra
manna hafa fyrir löngu komið auga á ófremdarástand Græn-
lands og telja ekki samboðið þjóð sinni, að láta það viðgang-
ast lengur. Vér íslendingar höfuin langa og ófagra reynslu af
einokuninni, eins og hún var rekin hér á landi. Það þarf þvl
eldíi að fara í neinar grafgötur um afstöðu vora til einokunar-
innar grænlenzku og opnunar Grænlands. íslendingar munu
yfirleitt taka undir þá kröfu, að grænlenzka einokunin hverfi
úr sögunni og landið verði opnað fyrir umheiminum, innan
þeirra takmarka sem nauðsynleg kunna að vera til þess að
Grænlendingar sjálfir, frumbyggjar landsins og sjálfsögðustu
arftakar, haldi þar sínum réttindurn fyrst og fremst fvrir öll-
um aðkomnum þjóðum.
Sv. S.