Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 109
EIMBEIÐIN
MIIÍLABÆJAR-SÓLVEIG
87
Sólveig: En hér á það við. Ég var unnusta þín, en þú út-
skúfaðir inér vegna hennar, því að hún var prestsdóttir og
Þar að auki rík.
Sr. Oddur: Já, en Sólveig,-------
Sólveig (grípur fram i): Ég bjó með þér í mörg ár, áður en
Þú komst hingað sem prestur. Þú gafst mér í skyn að þú
ruyndir giftast mér, þegar þú værir búinn að ná þér í em-
Þætti og ég — almúgastúlkan, fáráðlingurinn trúði þér,
1 Þögn) af því að ég elskaði þig.
Sr. Oddur: Ég sagðist gjarnan vilja giftast þér, og
það var satt.
Sólveig: Manstu þegar þú komst heim frá því að biðja
maddömunnar?
Sr. Oddur: Já, ég man það.
Sólveig: Þú þorðir ekki að segja mér sannleikann.
Sr. Oddur: Ég vildi ekki særa þig fyr en þörf var á.
Sólveig: Nei, það var ekki það, sem fyrir þér vakti. Þú bjóst
v>8, að ég myndi segja þér til syndanna og minna þig á gefin
loforð. Og til þess að losna við þessi óþægindi, laugstu að
mér og lézt mig halda, að alt stæði óbreytt — oklcar á
milli.
Sr. Oddur: Er á meðan er, hugsaði ég.
Sólveig: Og svo léztu mig leika ástmey þína og tilvonandi
elginkonu, þangað til alt í einu að þú giftist hinni og gerðir
Þnna að húsmóður hér á bænum. En ég átti svo að vera áfram
1 'istinni — sem vinnukona undir hennar stjórn. Hversvegna
'ildirðu hafa mig hér áfram?
Oddur: Þú myndir ekki trúa því, þótt ég segði þér á-
stæðuna.
Sólveig: Hélztu virkilega að ég hefði skap til þess að vera
inilla þin framvegis? Datt þér i hug að ég myndi láta mér
llægja molana af borðum maddömunnar!
■Sr. Oddur: Nei, það datt mér ekki í hug.
Sólveig: Varstu þá bara að storka mér, þegar þú baðst mig
a8 vera áfram í vistinni? Þú hefur kannske ætlað að sýna mér,
Þvernig prestskonur ættu að vera. — Ó, Oddur! \ arstu ekki
Þúinn að særa mig nóg, þótt þú bættir ekki þessu daglega
Þvalræði ofan á alt, sem var á undan gengið?