Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 110
88
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIJIREIÐIN’
Sr. Oddur: Hefðirðu heldur viljað fara sama daginn og
nýja húsmóðirin kom?
Sólveig (andvarpar): Æ! Ég veit það ekki.
Sr. Oddur: Það hefði vakið umtal í sveitinni.
Sólveig: Til hvers er að hræðast umtal? Illar tungur eru
alstaðar nálægar. Eða heldurðu kannske, að sóknarbörn þíu
hafi aldrei talað um samband okkar?
Sr. Oddur: Jú, ég veit það. Ég vissi að umtalið var orðið
svo mikið, að mér var nauðugur einn kostur að kveða það
niður.
Sólveig: Með því að giftast annari.
Sr. Oddur: Ja, með einhverjum ráðum varð ég að gera það.
(Þögn.) Og nú er svo komið, að þér er ekki lengur vært hér.
Sólvcig: Og hefur aldrei verið síðan maddaman kom hing-
að.
Sr. Oddur: Ég held þér væri fyrir beztu að komast héðan
i burtu.
Sólveig: Ertu núna fyrst að sjá það?
Sr. Oddur: Nei, Sólveig. Ég sá það undir eins, en ég gat ekki
annað en reynt að halda þér í vistinni sem lengst. Ég gat
raunar ekki haklið þér, en ég gat heldur ekki slept þér. (ÞögnJ
En nú, — nú verð ég að láta þig fara.
Sólveig: Heldurðu að það veki ekki umtal ef ég fer burt
á miðjum vetri, — hleyp úr vistinni?
Sr. Oddur: Það verður að hafa það. Þetta verður að gerast.
Sólveig: Jæja, það er hezt ég láti að orðum þínum. Ég het’
hvort sem er fórnað þér öllu, sem ég átti til, nema einu, °o
þetta eina er mér einskisvirði án hins, svo að ég tek ekki nserri
mér að fórna því líka,
Sr. Oddur: Hvað áttu við?
Sólveig: Ó! Ekki annað en það, að ég skal fara.
Sr. Oddur: Hefurðu nokkuð hugsað þér fyrir samastað •
Sólvcig: Já, minn samastaður er þegar ákveðinn.
Sr. Oddur: Get ég nokkuð gert fyrir þig að síðustu?
Sólveig: Já, þú getur orðið við síðustu bón minni.
Sr. Oddur: Og hver er hún?
Sólveig: Að þú grafir mig hér í kirkjugarðinum, ef ég' de\
innan sóknarinnar.