Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN
Söngför
Karlakórs Reykjavíkur 1937.
Eftir Guðbrand Jónsson.
Karlakór
Reykjavikur.
Ég veit ekki hvort þi6, lesendur góðir, hafið kynt ykkur
ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar skipstjóra, en ef svo
er ekki, þá vil ég sterklega niæla með því að þið gerið það, þvi
það er ein sú lystiiegasta og gamansamasta bók, sem út hefur
komið lengi hér á landi. Hann segir þar meðal margs annars
frá því þar, að hann hafi eitt sinn gengið af skipi sínu í Kal-
kútta á Indlandi, og verið í standandi peningavandræðum, en
Þá hafi hann hitt þýzkan barún, sem þar var að flækjast og
SviPað stóð á fyrir. Barún þessi, sem var landshornamaður,
Sagði honum, að Indverjum þætti mikið til þess koma, ef þeir
1 hrúðkaupum sínum gætu haft lúðrasveit, sem væru í hvítir
menn, 0g réð til þess, að þeir Sveinbjörn og hann reyndu að
. hafa ofan af fyrir sér með því að ganga í slíka lúðrasveit. Svein-
björn taldi þó fyrir sitt lejdi öll tormerki á því, að úr þessu
gæti orðið, þar sem hann kynni ekki að þeyta lúður, en bar-
úninn hélt þvi fram, að það riiyndi engu máli skifta, því að hann
hynni það heldur ekki. Það varð úr að þeir buðu sig fram til
starfsins og voru teknir, enda þótt þeir segðu satt og rétt til
arn kunnáttu sina. Voru þeim síðan fengnir liiðrar, sem troðið
var bómull upp i opin á, og þeim var sagt að látast blása, en