Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 122
100
MIKLABÆJAU-SÓLVEIG
EIMREIÐIN
ur en engan. Þér eruð hvort sem er ein af þeim, sem ekki getið
lifað karlmannslaus.
Sólveig: Hvaða ástæðu hafið þér til að bera mér þetta á brýn?
Maddaman: O! Verið þér elcki að neinum ólíkindalátuin-
Haldið þér að ég viti það ekki, að þér reynduð að tæla mann-
inn minn til ásta, og svo, þegar hann vildi ekki líta við yður,
urðuð þér hálfvitlaus út úr öllu saman. Haldið þér kannske
ég hafi ekki vitað þetta? (Hlær kalt.)
Sólveig (sár og reið): Þér hikið ekki við að bendla mann-
inn j'ðar við það, sem þér sjálf hljótið að álíta svívirðingu.
einungis í þeirri von að særa mig. (Þögn.) Þér spurðuð áðan
hvenær ég færi héðan. Ég fer núna strax. (Lítur til hins fólks-
ins.) Verið þið sæl. (Horfir á maddömuna.) Þér skuluð ekki
fá tækifæri til að særa mig oftar, en auðvitað getið þér haldið
áfram að svívirða mig í orðum, ef þér hafið ánægju af Þvl-
(Stutt þögn.) En við sjáumst aftur, þótt síðar verði — og ger'
um upp reikningana. (Snarast niður stigann.)
Maddaman (kallar á eftir henni): Hvert ætlið þér, mann-
eskja? (Ekkert svar. Maddaman fer niður á ef tir lienni. Drijkk'
löng stund i dauðaþögn. Svo heyrist vein og korr Sólveigar>
sem blandast ópum maddömunnar.)
Maddaman: Ó! Ó! G,uð almáttugur! Ó! Ó! (Eitthvað heyr'
ist detta á gólfið.)
Þórunn: Guð komi til.
Guðlaug (stendur upp i skelfingu): Hvað var þetta?
Jón Steingrímsson (stekkur á fætur og liendist niður stij'
ann. Þögn. Jón Steingrimsson kemur upp aftur. Svipur hafls
er eins og hann hafi séð eittlivað voðalegt, en geri sitt ítrasta
til að stilla sig.)
Guðlaug: Ó! Hvað hefur lcomið fyrir?
Jón Steingrímsson (svarar henni engu, en gengur til D°r'
unnar): Draumur þinn er kominn fram.
Þórunn: Hefur hún ...?
Jón Steingrimsson: Já. Sólveig liggur í hlóði sínu hérna 1
bæj argöngunum.
Þórunn: Dáin?
Jón Steingrímsson (staðhæfandi): Dáin!
(Tjaldið).