Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 26
4
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimrbiðin
En menn gleyma því oftast, að starf vísindamannanna er lika
fólgið í því að bæta og fegra þennan heim, ryðja sannleikanum
braut. Það er hlutverk vísindanna, og að því hlutverki er unnið
kappsamlega í kyrþey.
Það hefur verið venja hér í Eimreiðinni um margra ára
skeið að gefa í fyrsta hefti hvers árs stutt yfirlit um afkomu
og hag þjóðarinnar á liðna árinu, drepa á helztu
ísland 1937. viðburði þess o. s. frv. Þessu stutta yfirliti er á
Stutt yfirlit. engan hátt ætlað að koma í stað daglegra frétta
blaðanna, heldur er hér á örfáum blaðsíðum
dregið saman i eina heild liið helzta um afkomu og atburði
liðna ársins, fyrst og fremst fyrir þá, sem ekki fylgjast með
hinum daglegu fréttum, fyrir þá, sem fjær dvelja, og þá fyrs^
og fremst íslendinga erlendis, og fyrir þá, sem óska að fá ar-
lega útsýn yfir atvinnulífið og afkomuna i heild. Þess vegna
hefur verið leitast við að afla jafnan sem áreiðanlegastra upP'
lýsinga í öllum atriðum, sem á er minst, hjá þeim stofnunum
eða forstöðumönnum þeirra sjálfum, sem þessi mál hafa með
höndum, eða farið eftir prentuðum heimildum þeirra, sem fyr11
kunna að liggja á hverjum tíma. Má í því sambandi geta með
þakklæti ýmsra opinberra og hálfopinberra stofnana, fyrst og
fremst Hagstofu Islands, ennfremur Fiskifélags íslands, Bun-
aðarfélagsins, forstöðumanna síma-, vega- og vitamála o. ík
Yfirlitinu er þá einnig þannig hagað, að nokkurt sanirsenu
verði í frásögninni um það, sem á er drepið, þannig að fylgjnsl
megi með árlegum breytingum á hag þjóðarinnar, svo að nokk-
ur samfeld heimild safnist um, ár frá ári.
Veðráttan á árinu 1937 var yfirleitt mild, en sumarið sunn-
an lands og vestan eitthvert hið votviðrasamasta, sem lconiið
hefur á þessari öld. Kom það sér illa fyrir land-
Veðráttan. búnaðinn, því hey hröktust mjög, og varð nýting
mjög slæm. Bezt varð sumarið á norð-austur hlutn
landsins, enda varð heyskapur þar góður. Stormasamt mj°S
var fyrstu tvo mánuði ársins og einnig að haustinu, en yf11'
leitt snjólétt nema í byrjun ársins. Hafís sást við Horn og víð-
ar við Vestfirði í byrjun júnímánaðar, en varð aldrei land-
fastur og hvarf eftir fáa daga.