Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 24
2
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
annað að fara eftir en eðlishvöt sjálfra sín. Skordýrafræðingar
hafa fundið sérstök einkenni á lifnaðarháttum moskitóanna,
flugnategundar þeirrar, sem orsakar malaríu-sýkina, og er talið
að þessi einkenni muni hafa mikilvæga þýðingu í baráttunni
fyrir útrýmingu þessa hættulega sjúkdóms. Nýjar upplýsingar
hafa fengist um forsögu mannsins af steingervingum, sem
fundist hafa af forsögumanninum Pithecanthropus frá Austur-
Indlandi og öðrum (Australopithecus) frá Suður-Afríku, ná-
skyldum að útliti öpunum, en þó beinum fyrirrennurum
mannsins, eins og hann er nú.
Tæpast hefur nokkur vísindaleiðangur á liðna árinu vakið
eins mikla athygli eins og rannsóknarstofnun sú, sem Rússar
settu niður á sjálfum norðurpólnum og nú hefur verið bjargað
úr reki með ísnum í norðurhöfum. Vænta menn mikils árang-
urs af athugunum og starfi hinna rússnesku vísindamanna,
eftir að þeim hefur nú auðnast að komast heilu og höldnu úr
þessum merkilega leiðangri. Flugferðir á norðurslóðum hafa
verið farnar á árinu 1937 með meiri og betri árangri en áður,
og menn hafa fundið upp nýjar og öruggari aðferðir til að
verja flugvélar ísingu, en af ísingu stafar ein mesta hættan
við flugferðir í heimskautalöndunum.
Rannsóknirnar á eðli og byggingu frumeindanna hafa haldið
áfram, og ýmislegt nýtt komið í ljós, sem áður varð ekki skýrt-
Frægasti eðlisfræðingurinn, sem stundað hefur þessar rann-
sóknir og var að nokkru leyti upphafsmaður þeirra, Ruther-
ford lávarður, lézt á liðna árinu, en nýir menn hafa komið 1
hans stað og haldið athugunum hans áfram. Unnið er af kapP1
að því að sundra frumefnunum eða kljúfa atómið, og tilraum1'
eðlisfræðingsins Vreij með að einangra þungt köfnunarefm
hafa leitt í Ijós mikilvægar nýjungar í eðlis- og efnafræði. Þa®
hefur komið í ljós, að það eru ekki aðeins sameindir fastra
efna, sem hafa sérstaka gerð, heldur virðist svo vera einmg
um sameindir fljótandi efna. Vanþekkingardjúp það. sem hing-
að til hefur verið staðfest milli rannsóknanna á gerðum
sameinda, nægilega smárra til þess að skýrgreinast með N-
geislum, og gerðum sameinda, nægilega stórra til þess að ai~
hugast í smásjá, er nú verið að brúa með rannsóknum á hm-