Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 116
94
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMREIÐIN
högg, en þá heyrist umgangur í stiganum. Þeir stilla sig og
fjarlægjast hvor annan.)
Maddaman (kemur upp. Við Jón Steingrimsson): Ætlið þér
ekki að koma fram og borða?
Jón Steingrimsson: Jú, ég var rétt að koma inn. (Fer.)
Maddaman (fær sr. Oddi sokka og skó): Og fötin eru inni
á rúminu.
Sr. Oddur: Já! Já, það veitir víst ekki af að fara að komast
á stað. (Sér Árna, sem er að koma upp stigann.) Árni! Náið
þér fyrir mig i hann Brún og leggið á hann.
Arni: Já. (Fer.)
Sr. Oddur: Jæja, þá er víst bezt að hafa fataskifti. (Mad-
daman og lmnn fara inn i hjónaherbergið. Guðlaug kemur upp’
sezt á rúm og kembir.)
Árni (kemur upp): Svo að þú ert komin upp.
Guðlaug: Hvað! Ertu búinn að leggja á hestinn?
Árni: Já, ég var húinn að koma með hann heim á hlað
áðan.
Guðlaug: Það hlaut að vera.
Árni: Þú ert dugleg þykir mér. Þú gefur þér ekki matfrið-
Farin að kemba undir eins.
Guðlaug: Ætli henni þyki of mikið unnið, húsmóðurinni ?
Árni: Já, hún er vinnuhörð. Ströng þótti okkur Sólveig, en
strangari er maddaman. (Þögn.)
Guðlaug: Veiztu það, Árni, að maddaman er húin að reka
Sólveigu úr vistinni?
Árni: Nei! Hvenær gerðist það?
Guðlaug: Núna rétt áðan.
Árni: Nú, — og hvað sagði hún, maddaman, meina ég?
Guðlaug: Hún sagðist ekki líða hana lengur á sínu heiniili-
Árni: Nú, — og hvað svo?
Guðlaug: Ja, og svo sagði presturinn henni að fara.
Árni: Og hverju svaraði Sólveig?
Guðlaug: Það heyrði ég ekki, því að rétt í því kom Jón
Steingrímsson inn bæjargöngin. (Þögn.) Ég var nefnilega 1
stiganum.
Árni (hugsandi): Skyldi hún þá fara?