Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 103
EIMHEIÐIN
NAPÓLEON AUSTURLANDA
81
mælafunda gegn Japönum bæði í Peiping, Shanghai og Tientsin.
Eftir skipun frá Tokyo lagði Nanking-stjórn Chiang-Kai-Sheks
niður mörg embætti innan Kuomintany-f 1 okksins, sem var þó
stjórnmálaflokkur Chiangs sjálfs og sá eini, sem þá fékk að
starfa í Kína. Kínverskir sagnaritarar máðu burt úr kínverslc-
Urtl kenslubókum allar frásagnir óvinveittar Japönum - - og
alt var þetta — og margt fleira — gert að boði Japana sjálfra.
En á meðan þessu fór frarn varði Chiang bæði tíma og fé í það
að í'æra Kína úr miðalda-horfinu og setja á það tízkusnið.
^annig lét hann á fimm árum leggja lengri vegi en lagðir höfðu
verið undanfarin þrjú þúsund ár. Fólks- og flutningavagnar
Þjóta nú um kínversk héruð, þar sem bændurnir eru enn svo
auniir, að þeir hafa varla ráð á að kaupa eldsneyti á lampana
sína, hvað þá heldur farmiða með vögnunum. Enda eru það
nðallega hermenn Chiangs, sem ferðast með þeim. Flutninga-
Vagnarnir eru notaðir til að flytja fæðu og aðrar nauðsynjar
Þnngað sem þörf er á, svo sem þegar flóð eða hungursneyð
§eisar í héruðum Kína, eins og átt hefur sér stað öðru hvoru
nlduni saman. Áður fyrri hrundu Kínverjar niður svo skifti
tuindruðum þúsunda, aðeins af því að stjórnin hafði engin tök
a að koma til þeirra fæðu, er hallæri var á ferð. Nú hafa vegir
Chiangs bætt úr ástandinu svo, að slíkt hrun á varla að geta
Eomið fyrir lengur.
tíer Chiangs taldi, eins og áður er sagt, tvær milj. manna
1 npphafi styrjaldarinnar og er vel æfður. Einkum eru svo-
nefndar „einkaherdeildir“ Chiangs frægar fyrir dugnað. 1 þeim
ei'u 250.000 manns, og hafa þær verið' þjálfaðar af þýzkum
liðsforingjum. Skærur þær, sem Chiang hefur átt í við herlið
Eommúnista í Kina, enduðu eins og kunnugt er með þvi, að
Chiang var tekinn til fanga við Sianfu af herdeild komm-
únista undir stjórn Chang Hsu-liang. Ýmsar sögur hafa gengið
11111 bessa handtöku, en nú er það álit flestra að hún hafi verið
nieð vilja gerð, svo að Chiang gæti ráðgast í ró og næði við
Úershöfðingja rauða hersins í Kína. Hann mun hafa vitað vel,
að hann gæti ekki varið Ivína fyrir Japönum án hjálpar rauða
úersins, en það var þá opinbert leyndarmál að Japanir ætluðu
• sér að ráðast inn i Ivína í sumar sem leið, eins og þeir líka
gerðu.
6