Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 76
54
BJARGVÆTTUR
eimreiðin
og eitt sinn er ég sá hann, sýndist mér hann í þeim stellingum,
að hann mundi hat'a dottið ofan um ísinn. Ekkert hljóð heyrð-
ist frá ölduskvampinu í eyðunum báðum megin við mig, en
grunurinn var sterkur, og svo sýndist mér líka, að maðurinn
væri lægri en það, að hann sæti á slcrínunni.
Ég hljóp því strax á stað til að ganga úr skugga um þetta.
Spölurinn á milli okkar mun hafa verið um 40—50 faðmar.
Þegar ég kom nær vettvangi, sá ég að maðurinn var niðri i
vatninu, og flaut yfir axlir hans. Aðra höndina hafði hann á
skrínunni flatri, en hinni hélt hann um ísabroddinn, sem var
aðeins fastur í örþunnri skararbrúninni. Hann snéri baki að
mér, eða fram að eyðunni, sem var að brjóta fram í autt vatn.
Man ég að ég sagði, þegar ég átti eftir fáa faðma til hans: „Er
það Tryggvi?“, og mér var svarað: „Gildir einu hver er,“ og
röddin var séra Árna Jónssonar.1) Ég reyndi svo strax að
komast að honum. Klæddi mig úr kápunni og fleygði henni
til hans það sem hún náði, og reyndum við að hann g#ti
hjálpast upp úr á því litla afli, sem ég hafði ráð á, en það vildi
ganga stirt og hægt, því maðurinn var feitur og þungur og
mikið klæddur. Svo er það nær ómögulegt að draga menn beint
upp úr vatni, svo brjóst og handleggir komist til léttis upp a
skörina, þegar svo til hagar, að maður, fyrir ófæruna á mill*>
þarf að standa svo langt frá, að ísinn þoli þunga manns og
átaksins.
Það stóð á talsverðum tíma að við streittumst við, að hann
kæmi brjóstinu upp á skörina, því á þeim, sem óvanir eru i
vatni, sækja fæturnir undir ísinn, svo alt situr fast.
Eftir langa mæðu gat ég komið honum í skilning um a*5
rétta fætui’na aftur undan sér, eins mikið og hann gæti, og
reyna að liggja flatur í vatninu, og gat ég þá loks komið brjóst-
inu á honum upp úr vatninu, á skörina, sem var að vísu veik
og brotnaði í fyrstu, en með guðs hjálp smámjakaðist hann
svo, að upp komst hann á endanum.
Fast var handtakið þegar hann náði til mín, og þakklæti
1) Árni Jónsson, prófastur á Skútustöðum, fæddur á Litlu-Strönd 9-
júlí 1849. Dáinn á Hólmum i ReyðarfirSi 27. febr. 1916. Hann og Stefán
í Neslöndum voru systrasynir. Tryggvi Jónsson, kvæntur Guðrúnu svstui
séra Arna, og þá á Skútustöðum.