Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1938, Page 76

Eimreiðin - 01.01.1938, Page 76
54 BJARGVÆTTUR eimreiðin og eitt sinn er ég sá hann, sýndist mér hann í þeim stellingum, að hann mundi hat'a dottið ofan um ísinn. Ekkert hljóð heyrð- ist frá ölduskvampinu í eyðunum báðum megin við mig, en grunurinn var sterkur, og svo sýndist mér líka, að maðurinn væri lægri en það, að hann sæti á slcrínunni. Ég hljóp því strax á stað til að ganga úr skugga um þetta. Spölurinn á milli okkar mun hafa verið um 40—50 faðmar. Þegar ég kom nær vettvangi, sá ég að maðurinn var niðri i vatninu, og flaut yfir axlir hans. Aðra höndina hafði hann á skrínunni flatri, en hinni hélt hann um ísabroddinn, sem var aðeins fastur í örþunnri skararbrúninni. Hann snéri baki að mér, eða fram að eyðunni, sem var að brjóta fram í autt vatn. Man ég að ég sagði, þegar ég átti eftir fáa faðma til hans: „Er það Tryggvi?“, og mér var svarað: „Gildir einu hver er,“ og röddin var séra Árna Jónssonar.1) Ég reyndi svo strax að komast að honum. Klæddi mig úr kápunni og fleygði henni til hans það sem hún náði, og reyndum við að hann g#ti hjálpast upp úr á því litla afli, sem ég hafði ráð á, en það vildi ganga stirt og hægt, því maðurinn var feitur og þungur og mikið klæddur. Svo er það nær ómögulegt að draga menn beint upp úr vatni, svo brjóst og handleggir komist til léttis upp a skörina, þegar svo til hagar, að maður, fyrir ófæruna á mill*> þarf að standa svo langt frá, að ísinn þoli þunga manns og átaksins. Það stóð á talsverðum tíma að við streittumst við, að hann kæmi brjóstinu upp á skörina, því á þeim, sem óvanir eru i vatni, sækja fæturnir undir ísinn, svo alt situr fast. Eftir langa mæðu gat ég komið honum í skilning um a*5 rétta fætui’na aftur undan sér, eins mikið og hann gæti, og reyna að liggja flatur í vatninu, og gat ég þá loks komið brjóst- inu á honum upp úr vatninu, á skörina, sem var að vísu veik og brotnaði í fyrstu, en með guðs hjálp smámjakaðist hann svo, að upp komst hann á endanum. Fast var handtakið þegar hann náði til mín, og þakklæti 1) Árni Jónsson, prófastur á Skútustöðum, fæddur á Litlu-Strönd 9- júlí 1849. Dáinn á Hólmum i ReyðarfirSi 27. febr. 1916. Hann og Stefán í Neslöndum voru systrasynir. Tryggvi Jónsson, kvæntur Guðrúnu svstui séra Arna, og þá á Skútustöðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.