Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 66
44
OPNUN GRÆNLANDS
EIMREIÐIH
Grænlandsstjórn hefur sætt almikilli gagnrýni fyrir það,
hvernig henni færist úr hendi að ávaxta það fé, sem ríkið
veitir til Grænlandsmála. Þannig segir eitt blaðið, að 31. marz
1928 hafi höfuðstólsframlög ríkisins í Grænlandi numið 10
milj. 657 þúsund krónum, en 31. marz 1934 sjáist ekki nema
5 milj. 871 þúsund krónur eftir af þessu fé, og blaðið spyr.
hvað sé orðið um þær hér um bil 4 miljónir og 800 þúsund
krónur, sem á vanti. Einnig er því haldið fram í sömu grein,
að árin 1933 til 1934 hafi vantað skilagrein frá Grænlands-
stjórninni fyrir kr. 1 871 351, og' að af ríkisreikningunum síð-
ustu árin verði ekki annað séð en að það séu langtum stærri
upphæðir en þetta, sem hafi glatast árlega af fé því, sem ríkið
leggi Grænlandi, reksturshalli hafi verið um 3 milj. króna a
ári nú um alllangt árabil, og að það hljóti að vera meira en
lítil mistök á rekstri Grænlandsstjórnar, þar sem útkoman se
svona hörmuleg. Sem dæmi uin óhönduglega stjórn á atvinnn-
og verzlunarmálum Grænlands er t. d. bent á grænlenzku refa-
ræktina. Hún ber sig ekki í Grænlandi, svo að undanfarin 20 ai
er orðið á henni mörg hundruð þúsund króna tap. Danir benda
ó, að Norðmenn hafi árið 1936 samkvæmt opinberum skýrslnin
grætt 42 miljónir króna á refarækt, en einokunarstjórnin græR'
lenzka sýni tap á þessari atvinnugrein ár eftir ár, þó að skil'
yrði til refaræktar séu sízt lakari í Grænlandi en Noregi. Yms
önnur mistök Grænlandsverzlunarinnar eru dregin fram í dags'
Ijósið. Þannig varð að fleygja sumpart í Eyrarsund og suin-
part í hænsnafóðursverksmiðjur 100 000 háfsskinnum fra
Grænlandi í fyrra, af því skinnin voru ónýt orðin vegna eftH'
litsleysis og vanrækslu þeirra, sem um þau áttu að hirða. Vevð'
mæti þeirra var talið lágt reiknað á kr. 250 000.00. Af „Athuga'
semdum við ríkisreikningana“ frá árunum 1933—34 og 1935—"
36 sést, að reksturshalli á fjárræktarstöðinni við Julianehaab
á Grænlandi (um 10 000 sauðkindur) varð kr. 36 533.80 á einu
ári og reksturshalli á hvalveiðunum við Grænland sama ár ki-
42 530.00. Þó að halli slíkur sem jiessi þurfi enganveginn að
vera til kominn vegna slæmrar stjórnar, þá er GrænlandS'
stjórn kent um og töpin notuð til árása á hana. Það er a. m. k-
talið, að enginn vandi sé að láta hvalveiðar bera sig við Græn-
landsstrendur, eins og enn standa sakir.