Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 99
EIMREIÐIN
NAPÓLEON AUSTURLANDA
77
andúðarinnar í garð Japana. Hann lét ennfremur bæta vegi og
saxngöngur og kom á ýmsum endurbótum í uppeldis- og heil-
hrigðismálum. Sjálfur hvatti hann landa sína í ræðu og riti til
;>ð sameinast og verða öflug og' samtaka þjóðarheikl. Einkum
eru útvarpsræður Chiang-Kai-Sheks frægar orðnar um endi-
h>ngt Kína, og með þeim hefur hann vakið þjóðarmetnað Kín-
Verja og gefið þeim nýja útsýn yfir lífið. En örlagaríkasta
slvi'efið, sem Chiang steig á þessu tímaliili, er sennilega það, er
hann gekk að eiga Mei-Ling-Soong, því þá komst hann í tengdir
Vlð „Soong-höfðingjaættina“, en það er hún, sem öllum öðrum
h'emur styrkir Kina fjárhagslega.
Mei-L ing er í föðurætt komin af farandsala einum, Charlie
Soong að nafni, sem síðar las guðfræði við Vanderbilt-háskól-
ar>n í Nashville, Tennessee-fylki í Bandaríkjunum, og larik æf-
nini sem stórríkur bihlíu-forleggjari heima í Kína, enda er
Soong-fjölskyldan (þrjár systur og þrír hræðurj talin auðug-
asta fjölskyldan þar í landi.
tJúang hafði verið giftur áður en hann kyntist Mei-Ling-
S°°ng, en skildi við þá konu og hjákonur sínar til þess að giftast
Mei-Ling. Hún hefur fengið mentun sína í Bandaríkjunum,
ei' stúdent frá háskóla þar i landi, skáld, blaðamaður og kristin.
^un tilheyrir trúarflokki Meþódista og hefur þegar gert Chiang
Meþódista, enda kom það hrátt í ljós, að hún hefur mikil
ahrif ú mann sinn og aðstoðar hann á allar lundir með ráðum
dáð. Hún er túlkur hans, því hann talar ekki önnur mál en
hinversku. Hún sér að mestu um ritskoðun blaðanna og hefur
Sett sig svo vel inn í flugmál, að hún er nú talin að ráða meiru
11111 þau mál en nokkur annar í Kína og oft nefnd „flugmálaráð-
herra Kínaveldis á hak við tjöldin". Frú Chiang-Kai-Shek er
Sei'vileg kona milli þrítugs og fertugs, listelsk og leikur vel á
hljóðfæri. Það er sagt að hún sefi oft æstar taugar eiginmanns
síns lneð því að leika fyrir hann lög eftir Bach og Schubert á
Píanóið. Og þar sem hún er æðsta kona Ivínaveldis, hafa til-
higur hennar og ráðleggingar örlagaríkari áhrif en nokkurs
annars Kínverja. Þau hjónin berast ekki mikið á heima fyrir,
°S frú Chiang vill forðast alt óhóf. Hún sér um að Chiang
lesi hafla í ritningunni á hverjum degi, og á sunnudögum eru
Seistakar guðsþjónustur haldnar á heimili þeirra hjóna.